(See English below)

250px-Aletta_Jacobs2Föstudaginn 30. ágúst flytur Harriet Feinberg, fyrrum enskukennari við Massachusetts háskóla í Boston og doktor í kennslufræðum frá Harvard háskóla, fyrirlestur sem ber heitið „Aldarafmæli ferðalags: Tveir femínistar frá Vesturlöndum í Afríku og Asíu á árunum 1911-12“ [“Two Western Feminists in Africa and Asia, 1911-12: Centennial of a Journey”]. Fyrirlesturinn fer fram á ensku í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, kl. 12:00-13:00.

Fyrir um hundrað árum hélt hollenska súffragettan og friðarsinninn Aletta Jacobs, ásamt bandarísku súffragettunni Carrie Chapman Catt, til Afríku og Asíu til þess að kanna aðstæður kvenna og hvetja konur þar til að bindast samtökum. Súffragetturnar tvær töldu að baráttan fyrir frelsi kvenna væri ekki einskorðuð við vestrænar konur heldur ætti hún að ná til kvenna um allan heim. Ferðalýsingar Alettu Jacobs, sem hún skrifaði fyrir hollenskt dagblað á þessum tíma, veita ekki aðeins innsýn í hugdjarft ferðalag heldur hafa þær einnig áhugaverða skírskotun til kvennabaráttu samtímans.

Harriet Feinberg ritstýrði ensku þýðingunni á Herinneringen, sjálfsævisögu hollenska læknisins og súffragettunni Allettu Jacobs (1954-1929). Hún var birt undir enska heitinu Memories: My life as an International Leader in Health, Suffrage, and Peace (The Feminist Press, 1996).

Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.

Öll velkomin!

 

 

Two Western Feminists in Africa and Asia, 1911-12: Centennial of a Journey

–       Public talk: Friday August 30, National Museum, at 12:00-13:00.

 

On Friday 30 August 2013, Harriet Feinberg, former teacher of English at the University of Massachusetts in Boston, and Ed.D from the Harvard Graduate School of Education, will give a public talk entitled “Two Western Feminists in Africa and Asia, 1911-12: Centennial of a Journey”. The lecture will be held at the National Museum, Lecture Hall, at 12:00-13:00.

 

Abstract:

One hundred years ago Dutch physician, suffrage leader, and peace activist Aletta Jacobs and United States suffrage leader Carrie Chapman Catt traveled in Africa and Asia, looking into the condition of women and encouraging them to organize on their own behalf. The two realized that the struggle for women’s empowerment could not be limited to white, Western women but needed to be worldwide. The ‘travel letters’ Jacobs wrote regularly for a Dutch newspaper provide a window into their bold venture as well as a perspective on today’s struggles.

 

About the speaker:

Harriet Feinberg edited the English translation of Herinneringen, the autobiography of Dutch physician and suffrage leader Aletta Jacobs (1854-1929). It was published as Memories: My Life as an International Leader in Health, Suffrage, and Peace (The Feminist Press, 1996).