Af hverju konur í (tónlistar)sögunni skipta máli

Þriðjudaginn 18. maí flutti Dr. Annette Kreutziger-Herr, prófessor í tónlistarfræði við tónlistarháskólann í Köln,  erindið „Af hverju konur í (tónlistar) sögunni skipta máli”. Fyrirlesturinn var haldinn kl. 17.00 í Sölvhóli, sal Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu.

Í fyrirlestri sínum fjallaði Prof. Kreutziger-Herr um mikilvægi kvenna í vestrænni tónlistarsögu og skoðar dæmi um áhrif þeirra á strauma og stefnur í tónlistarmenningu allt frá tímum Hildegard von Bingen og fram á okkar daga. Þeirri spurningu var velt upp hvort hlutur kvenna í tónlistarsögunni sé í raun jafn rýr og viðtekin söguskoðun gefur til kynna. Fyrirlesturinn fór fram á ensku.

Fyrirlesturinn var haldinn með stuðningi frá Þýska sendiráðinu og í samvinnu við Listaháskóla Íslands og Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands.