TJ Boisseau

(English below)

TJ Boisseau heldur fjórða fyrirlestur vormisseris í fyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, fimmtudaginn 16. mars, kl. 12.00-13.00, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlestur hennar nefnist „Að stíga fram … og taka afstöðu. Reynsla af femínískri forystu“.

TJ Boisseau er forstöðumaður og dósent í kvenna-, kynja- og kynfræði við Purdue-háskóla í Bandaríkjunum og Fulbright-kennari við Háskóla Íslands á vorönn 2017. Hún lauk doktorsprófi í sögu bandarískra kvenna frá Bingham-háskóla í New York árið 1996. Helstu rannsóknarefni hennar, bækur og greinar, m.a. bókin White Queen: May French-Sheldon and the Imperial Origins of American Feminist identity (2004), varða sögulega mótun amerísks femínisma sem hugmyndar og sjálfsmyndar í fjölþjóðlegu samhengi.

Á síðustu árum hefur mikið farið fyrir umræðu um að lausn á viðvarandi kynjamisrétti felist í því að konur „stígi fram“. TJ Boisseau gagnrýnir þessa nálgun í fyrirlestri sínum og telur mikilvægara að litið sé til þess hvernig hið einstaklingsbundna er samofið sögulegum skilningi þegar möguleikar kvenna til forystu og feminískrar vitundarvakningar í nútíma samfélagi eru metnir.

Fyrirlesturinn, sem haldinn er á ensku, er öllum opinn.

 

Finndu viðburðinn á Facebook!

Hádegisfyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á vormisseri 2017 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.

Leaning In … by Taking a Stand: A History of Feminist Leadership in Action

TJ Boisseau is the fourth lecturer in the 2017 RIKK – Institute for Gender, Equality and Difference at the University of Iceland & UNU-GEST spring lecture series. Her lecture will take place on Thursday 16 March, from 12.00-13.00, in the National Museum’s lecture hall, and is titled: “Leaning In … by Taking a Stand: A History of Feminist Leadership in Action.”

TJ Boisseau is Director and Associate Professor of the Women’s, Gender, & Sexuality Studies Program at Purdue University (USA) and a U.S. Fulbright Scholar to Iceland in Spring 2017. P She earned her PhD in U.S. Women’s History from Binghamton University (SUNY-Binghamton) in New York in 1996. Her many articles and books, including White Queen: May French-Sheldon and the Imperial Origins of American Feminist identity (2004), explore the historical formation of American feminism as an idea and as an identity in a transnational context.

Professor Boisseau will critique social science perspectives advising women to „lean in“, as a solution to persistent gender inequality, offering in their place a micro-historical perspective on the possibilities for women’s leadership in the modern era.

The lecture is in English, open to everyone and admission is free.

The event is on Facebook!

The RIKK & UNU-GEST lecture series in the spring semester 2017 is held in collaboration with The National Museum of Iceland.