Þann 11. febrúar flytur Sigþrúður Gunnarsdóttir, BA í íslenskum bókmenntum, fyrirlesturinn Að skrifa eins og hinar. Ferðasögur Önnu frá Moldnúpi, sjálfsævisögur og ritstörf kvenna.

Sjálfsævisögur eftir konur hafa töluvert verið rannsakaðar upp á síðkastið. Þá eru gjarnan dregin upp líkindi með skrifum kvenna sem hafa lifað við ólíkar aðstæður á ólíkum tímum. Við athugun á ferðasögum Önnu frá Moldnúpi kom í ljós að sjálfstjáningin þar á ýmislegt sameiginlegt með sjálfsævisögum bandarískra blökkukvenna, þ.e. annarra sterkra og duglegra kvenna sem stöðu sinnar vegna eiga þó litla möguleika á að hafa nokkur veruleg áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Í rabbinu verður fjallað um sameiginleg einkenni á sjálfsævisögum kvenna og Önnu fundinn staður í bókmenntagreininni. Rabbið er framhald af bók Sigþrúðar Gunnarsdóttur Fjósakona fór út í heim. Sjálfsmynd, skáldskapur og raunveruleiki í ferðasögum Önnu frá Moldnúpi sem Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan, gaf út í lok síðasta árs