Að breikka sjónarsviðið. Kostir og gallar þess að samþætta karlmennsku- og hinseginsjónarmið að konum, friði og öryggi

(English below)

Dr. Henri Myrttinen

Dr. Henri Myrttinen, doktor í kynjafræði, er annar fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2019. Fyrirlestur hans nefnist: „Að breikka sjónarsviðið. Kostir og gallar þess að samþætta karlmennsku- og hinseginsjónarmið að konum, friði og öryggi“ og að venju er fyrirlesturinn fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 24. janúar kl. 12:00-13:00.

Undanfarin fimm ár hefur orðið vart við aukinn þrýsting innan akademíu og á meðal stefnumótunaraðila að breyta „konur, friður og öryggi“ í „kyngervi, friður og öryggi“. Þessi áherslubreyting felur í sér breiðara sjónarsvið þar sem litið er til karla, karlmennsku, svo og fjölbreyttra kynhneigða og –vitunda. Þessi áherslubreyting er að mörgu leyti kærkomin og getur, þegar vel tekst til, stutt við valdeflingu kvenna og kynjajafnrétti. Á hinn bóginn er hætta á að breytingin grafi undan markmiðum málaflokksins og jaðarseti áherslur kvenna og stúlkna. Í fyrirlestrinum verður fjallað um kosti og galla þess að samþætta karlmennsku og hinseginsjónarmið að málaflokknum og hvernig megi samræma ólíkar áherslur til að stuðla að kynjajafnrétti.

Dr. Henri Myrttinen er yfirmaður málefna er varða kyn og friðaruppbyggingu hjá International Alert. Samtökin vinna að friðaruppbyggingu og eru með aðsetur í London. Dr. Henri Myrttinen er með doktorspróf frá KwaZulu-Natal-háskóla í Suður-Afríku og fjallaði í lokaverkefni sínu um karlmennsku og ofbeldi í Austur-Tímor. Hann hefur síðan birt mikið af efni um kyngervi, frið og öryggi og starfað að málefnum er varða karlmennsku og hinsegin fólk.

Fyrirlesturinn er á ensku og er öllum opinn.

Finndu viðburðinn á Facebook!

Hádegisfyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á vormisseri 2019 er tileinkuð sambandi kyns, áfalla og heilsufars. Rannsóknir á áhrifum skaðlegrar reynslu á bernskuárum hefur á undanförnum árum veitt hugmyndum um áhrif uppvaxtarskilyrða á heilsufar og velferð á fullorðinsárum nýtt líf. Fyrirlesarar úr mismunandi greinum munu í fyrirlestraröðinni fjalla um viðfangsefnið út frá ólíkum sjónarhornum.

Hádegisfyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á vormisseri 2019 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.

***

Broadening the Scope – The Risks and Benefits of Integrating Masculinities and LGBTIQ into the Women, Peace and Security Agenda

Dr. Henri Myrttinen, Head of Gender and Peacebuilding with International Alert, is the second lecturer in the 2019 RIKK – Institute for Gender, Equality and Difference & UNU-GEST – United Nations University Gender Equality Studies and Training Programme – lecture series during spring term 2019. His lecture is titled: “Broadening the Scope – The Risks and Benefits of Integrating Masculinities and LGBTIQ into the Women, Peace and Security Agenda”, and will take place on Thursday, 24th of January, from 12:00 to 13:00.

The past five years have seen an increased interest and push academically and from policy actors to broaden the scope of women, peace and security to gender, peace and security by broadening the scope to both look at men and masculinities and diverse sexual orientations and gender identities. These moves are in many ways welcome, and can ideally help in promoting women’s empowerment and gender equality. However, they also carry the risk of undermining these agendas and side-lining women’s and girls’ concerns. The talk will outline some of these benefits and risks and chart ways of bringing these different agendas together for advancing gender equality.

Dr. Henri Myrttinen is the Head of Gender and Peacebuilding with International Alert, a London-based peacebuilding organisation. He has around 15 years of experience of working on gender, peace and security, including on masculinities as well as LGBTIQ inclusion. He holds a Ph.D. from the University of KwaZulu-Natal, South Africa, where his thesis focused on masculinities and violence in Timor-Leste, and he has published widely on issues of gender, peace and security.

The lecture is in English, open to everyone and admission is free and can be found on Facebook.

The RIKK lecture series during the spring term 2019 will explore the connections between gender, health and trauma. Research into effects of childhood experiences has, in recent years, given rise to a renewed belief that the traumatic events during childhood, such as abuse and neglect, largely impact adult health and wellbeing. Current research underscores the role gender plays in both exposure, and response, to traumatic events, making the issues of recovery and treatment very complex. The series will examine trauma and addiction from a rights based perspective as well, taking into focus health systems and their reform, in order to engage in a discussion about responsiveness, accountability, and mechanisms for public involvement in the shaping of health policy and institutional mechanisms. In this lecture series, lecturers coming from different disciplines will interrogate these connections from various standpoints.

The RIKK & UNU-GEST lecture series in the spring semester 2019 is held in collaboration with The National Museum of Iceland.