Kyngervi, völd og virðing í unglingabekk

Þann 18. nóvember kl. 12:15-13:15 flytur Berglind Rós Magnúsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur hádegisfyrirlesturinn Kyngervi, völd og virðing í unglingabekk í stofu 101 í Odda.

Fyrirlesturinn er unninn upp úr samnefndri MA-ritgerð Berglindar. Hér má finna viðtal sem Morgunblaðið tók við Berglindi um rannsókn hennar.