Fimmtudaginn 23. september hélt Arnþrúður Ingólfsdóttir, kynjafræðingur, fyrirlestur er nefnist „Við erum með aðeins viðkvæmari heila.“ Tengsl hins líffræðilega og sálfélagslega í orðræðu geðlækna um konur, kyn og þunglyndi. Fyrirlesturinn var haldinn í Öskju, stofu 132, kl. 12.25-13.15.

Í fyrirlestrinum greindi Arnþrúður frá niðurstöðum meistararannsóknar sinnar þar sem hún leitaði svara við ástæðum að baki þess að konur eru tvöfalt fleiri en karlar meðal þeirra sem mælast þunglyndir. Rannsóknin byggir á eigindlegum viðtölum við fimm geðlækna á geðsviði Landsspítalans á síðastliðnu ári. Greining viðtalanna var sett í samhengi við ágrip af þróun geðlæknisfræðinnar á seinni hluta 20. aldarinnar út frá nýjum straumum í feminískum kenningum um menningarlega mótun líffræði líkamans.