Fimmtudaginn 7. apríl heldur Benedikt Hjartarson, aðjunkt í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, fyrirlesturinn: „‘Eggjastokkar mannsandans‘: Um framúrstefnu, dulspeki og klám“. Fyrirlesturinn verður haldinn í Öskju, stofu 132, kl. 12.00-13.00.

Í inngangi sínum að skáldsögunni Mafarka le futuriste frá 1909 kemst ítalski fútúristinn Filippo Tommaso Marinetti svo að orði: „Mannsandinn er ónýttur eggjastokkur og við munum ve…rða fyrstir til að frjóvga hann.“ Orð Marinettis eru til marks um þau nánu tengsl fagurfræði, dulspeki og kláms sem víða má greina í verkum evrópskra framúrstefnuhreyfinga á fyrri hluta 20. aldar. Í erindinu verður leitast við að varpa ljósi á hvernig klámfengin verk framúrstefnunnar sækja í táknheim vestrænnar dulspeki og sjónum beint að stöðu konunnar innan fagurfræðilegrar starfsemi framúrstefnunnar, sem byggir á andröklegri viljahyggju þar sem hið karllega ímyndunarafl er leitt til öndvegis í mótun nýrrar heimsmyndar.

Öll velkomin!