Skipulag heilbrigðisþjónustu fyrir konur: Lærdómur úr samfélagi innflytjenda frá Haítí, í Montréal

(English below)

Dr. Viviane Namaste

Viviane Namaste, prófessor við Concordia-háskóla í Montréal, Kanada er sjöundi fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST)  á vormisseri 2018. Fyrirlestur hennar nefnist: “Skipulag heilbrigðisþjónustu fyrir konur: Lærdómur úr samfélagi innflytjenda frá Haítí í Montréal”, og er hann fluttur í stofu 101 í Odda, fimmtudaginn 12. apríl frá kl. 12.00-13.00.

Saga alnæmis í Norður Ameríku er oft tengt við samfélag samkynhneigðra karlmanna. Fyrirlestur Namaste fjallar um áhrif alnæmis á samfélag fólks frá Haítí, í Montreal í Kanada, og er sjónum beint að viðbrögðum kvenna í því samfélagi við alnæmisfaraldrinum þar í borg. Þegar viðbrögðin eru skoðuð má finna rými til að skoða gagnrýnum augum hvernig beri að virkja nærsamfélög í baráttunni við tiltekin heilbrigðis- og félagsleg vandamál og það mikilvæga hlutverk sem hjúkrunarfræðingar gegna í því sambandi.

Viviane Namaste er prófessor við Simone de Beauvoir Institute við Concordia-háskóla í Montreal í Kanada. Hún lauk meistaraprófi í félagsfræði og doktorsprófi í táknfræði frá Montreal-háskóla. Rannsóknir hennar beinast að heilsu, transfólki, kynhneigð og vændi. Femíníska tímaritið Hypatia telur rannsóknir hennar mjög mikilvægar þar sem hún “hefur algjöra yfirburði þegar kemur að því að ná athygli lesenda á jaðarsettasta transfólkið og greina hvernig mismunandi kerfi undirokunar virka saman.

Fyrirlesturinn er á ensku og er öllum opinn.

Finndu viðburðinn á Facebook!

Fyrirlestraröð RIKK/UNU-GEST á vormisseri 2018 er tileinkuð Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna en í ár eru 70 ár síðan hún var samþykkt. Mannréttindayfirlýsingin nær yfir grundvallarréttindi sem allir menn – karlar og konur – eiga tilkall til. Markmið fyrirlestraraðarinnar er að fjalla um þá þætti sem viðhalda kynjamismunun og ójafnrétti í ólíkum samfélögum og vekja athygli á gildi mannréttinda sem verkfæris til að takast á við viðvarandi kynjaójöfnuð. Hádegisfyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á vormisseri 2018 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.

________________________________________________

Women’s Health Organizing: Lessons from Montréal’s Haitian Community in the 1980s

Professor Viviane Namaste, Concordia University, Montréal, is the seventh lecturer in the RIKK – Institute for Gender, Equality and Difference & UNU-GEST – United Nations University Gender Equality Studies and Training Programme – 2018 spring term lecture series. Her lecture is titled: “Women’s Health Organizing: Lessons from Montréal’s Haitian Community in the 1980s”, and will take place on Thursday, 12 of April, from 12.00-13.00, in room 101 Oddi, University of Iceland.

In North America, the history of AIDS is often associated with gay male communities. This presentation explores the impact of AIDS in Montréal’s Haitian community, examining in particular the work of women in responding to the epidemic. By considering the response of Haitian women to AIDS, we can reflect critically on community mobilization and the important role of nurses in this regard.”

Viviane Namaste, is a Full Professor at the Simone de Beauvoir Institute, Concordia University, Montréal. She graduated from York University, earning an MA in Sociology and then completed her doctoral at Université du Québec à Montréal in Semiotics and Linguistics. Namaste’s research focuses on health, sex work, transsexuality, transgenderism, bisexuality, and swinger communities. The feminist journal, Hypatia, has called Namaste’s work, “extremely important” because she “excels at focusing readers’ attention on the most marginalized of transsexuals, at analyzing the ways in which different systems of oppression work together.”

The lecture is in English, open to everyone and admission is free.

The event is on Facebook!

The RIKK/UNU-GEST lecture series at the spring term 2018 are dedicated to the United Nation’s Universal Declaration of Human rights, but year 2018 marks its 70th anniversary. The declaration has emphasis on gender equality and women’s rights. The objective with the lecture series is to raise awareness of the value that human rights offer as a tool to tackle persistent gender disparities and address factors that perpetuate gender discrimination and inequality. The RIKK & UNU-GEST lecture series in the spring semester 2018 is held in collaboration with The National Museum of Iceland.