GV_Perpetrators_RIKK_hnappurRIKK er skipuleggjandi norrænnar ráðstefnu um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum þar sem sjónum verður beint að gerendum á Norðurlöndum og leitað leiða til að brjóta upp vítahringi ofbeldis. Tilgangur ráðstefnunnar er að auka þekkingu í málaflokknum og kanna ólíkar leiðir til að fást við heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Á ráðstefnunni verða kynntar nýjar rannsóknaniðurstöður norrænnar skýrslu um leiðir til að koma í veg fyrir heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum og skapaður vettvangur til að deila þekkingu, ræða innleiðingu Istanbúl-sáttmálans. Þá er ætlunin að mynda norrænt net fagfólks sem kemur að málefnum gerenda.

Markhópur ráðstefnunnar eru aðilar sem vinna að málum er varða gerendur í heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum; stefnumótendur og sérfræðingar, sem og frjáls félagasamtök, rannsakendur, stofnanir og stoðkerfi innan Norðurlandanna. Á ráðstefnunni verður boðið upp á málstofur og vinnustofur þar sem kynnt verður meðferð fyrir gerendur, rannsóknir tengdar gerendum og  stofnanir og félagsleg umgjörð.

Ráðstefnan verður haldin í House of Estates, sem staðsett er í miðbæ Helsinki-borgar. Dagskráin hefst hinn 30. nóvember kl. 12:00 og lýkur 2. desember kl. 13:00. Ráðstefnan fer fram á ensku.

Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands – RIKK – sér um skipulag ráðstefnunnar í samstarfi við landlæknisembætti Finnlands- THL – og félags- og heilbrigðisráðuneytið þar í landi. Viðburðurinn er liður í starfi hins finnska forsætis Norrænu ráðherranefndarinnar árið 2016 og er studdur af henni.

Skráning fer fram á vefsíðu ráðstefnunnar http://cgv.hi.is/registration. Skráningargjald er 40 evrur en 34 evrur fyrir nemendur. Skráning stendur yfir frá 29. september til 8. nóvember, eða þar til fullbókað er á ráðstefnuna (þ. e. 150 gestir).     

Hægt er að fylgjast með fréttum af ráðstefnunni á: Twitter: https://twitter.com/ConfrontGV2016,  Facebook: https://www.facebook.com/ConfrontGV/ og á vefnum hennar: http://cgv.hi.is/

Nánari upplýsingar veitir Kristín I. Pálsdóttir hjá RIKK, kip@hi.is.


Samstarfsaðilar:

 

nord_nmr_gb


ministry_finland

almannaradid
logreglan_logoheimilisfridur_ens dialogmvatvlogohvitside logot_lyomatonlinjauniversity_of_greenland_logo

 

 

 

formal_logo_of_stockholm_university_stockholm_sverige-svg