Dr. Andrea Pető

(English below)

Andrea Pető, prófessor við Central European University, er áttundi og síðasti fyrirlesari fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) á vormisseri 2018. Fyrirlestur hennar nefnist: „Ögrun andfemínískra hreyfinga við mannréttindi“ og verður fluttur í stofu 23, Veröld – Húsi Vigdísar, þriðjudaginn 8. maí frá kl. 12.00-13.00.

Í fyrirlestrinum kryfur Pető stöðu andfemínískra hreyfinga í Evrópu og metur áhrif gagnaðgerða framsækinna afla. Hún heldur því fram að andfemínískar hreyfingar séu nýtt afl í evrópskum stjórnmálum sem kalli á nýjar aðgerðir og viðbrögð. Ef framsækin stjórnmál gleyma uppruna sínum og gildum, í síkvikri grasrót, dugar ekki að notast við þær aðferðir sem hingað til hafa verið nýttar í jafnréttispólitík, til að koma í veg fyrir að andfemínistahreyfingar nái yfirhöndinni, þegar til lengri tíma er litið.

Fyrirlesturinn er á ensku og er öllum opinn.

Finndu viðburðinn á Facebook!

Hægt er að horfa á fyrirlesturinn hér.

Um fyrirlesarann:

Andrea Pető er prófessor við kynjafræðideild Central European University í Búdapest í Ungverjalandi og doktor í vísindum við Ungversku vísindaakademíuna. Hún er kennari í námskeiðum um evrópska félags- og kynjasögu, kyn og stjórnmál, kvennahreyfingar, eigindlegar rannsóknaraðferðir, munnlega sögu og Helförina. Þá hefur hún verið gestaprófessor við háskóla í Toronto, Buenos Aires, Novi Sad, Stockholm and Frankfurt.

Andrea Pető er í ritstjórn sex alþjóðlegra og tveggja fræðitímarita. Hún er þar að auki aðstoðarritstjóri The European Journal of Women’s Studies. Pető er höfundur fimm fræðirita, hefur ritstýrt 31 bók og 261 grein og bókarköflum á 17 tungumálum. Greinar eftir hana hafa birst í virtum tímaritum þar á meðal East European Politics and Society, Feminist Theory, NORA, Journal of Women’s History, European Journal of Women’s Studies, Clio, Baltic Worlds, European Politics and Society, International Women’s Studies Forum.

Hún skrifaði, ásamt Ildikó Barna, bókina Political Justice in Budapest after WWII (2015) og ritstýrði, ásamt Ayşe Gül Altınay, Gendered Wars, Gendered Memories: Feminist Conversation on War, Genocide and Political Violence (2016) og ritstýrði hefti um stríð í Interdisciplinary Handbook: Gender series (Macmillan, 2017). Hún hefur einnig birt fjölda greina í alþjóðlega viðurkenndum veftímaritum eins og OpenDemocracy, Queries, Social Europe, Political Critique, Conversations, The Huffington Post, Der Standard og á vinsælum ungverskum bloggsíðum, eins og Galamus, Dinamo, Kettős Mérce, Mandiner, og þannig lagt sitt til uppbyggilegrar stjórnmálaumræðu.

Andrea Pető hefur starfað að Evrópuverkefnum, til dæmis COST Network of Women in Science, Technology and Environment, sem aðili að Horizon2020 Societal Challenge Advisory Group (2014-2016, 2016-2018) og sem meðlimur og varaformaður Advisory Group on Gender (2014-2016, 2016-2018). Hún var einnig í stjórn (2009-2014) og varaformaður (2011-2014) Atgender, The European Association for Gender Research, Education and Documentation.

Hún er formaður nefndar Ungversku vísindaakademíunnar um sögu seinni heimsstyrjaldarinnar og fulltrúi í forsætisnefnd hennar um lífshlaup kvenna og rannsóknarstörf, ásamt því að vera í nefnd um sögu lífvísinda.

Árið 2005 veitti forseti Ungverjalands henni viðurkenninguna Officer’s Cross Order of Merit og árið 2006 fékk hún Bolyai Prize frá Ungversku vísindaakademíunni. Í ár, 2018, hlaut hún svo viðurkenninguna All European Academies Madame de Staël Prize for Cultural Values.

***

Fyrirlestraröð RIKK/UNU-GEST á vormisseri 2018 er tileinkuð Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna en í ár eru 70 ár síðan hún var samþykkt. Mannréttindayfirlýsingin nær yfir grundvallarréttindi sem allir menn – karlar og konur – eiga tilkall til. Markmið fyrirlestraraðarinnar er að fjalla um þá þætti sem viðhalda kynjamismunun og ójafnrétti í ólíkum samfélögum og vekja athygli á gildi mannréttinda sem verkfæris til að takast á við viðvarandi kynjaójöfnuð. Hádegisfyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á vormisseri 2018 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.

_________________________________________

 

Anti-gender movements as challenges to human rights

Andrea Pető, Professor at Central European University, Budapest, is the 8th and last lecturer in the RIKK – Institute for Gender, Equality and Difference & UNU-GEST – United Nations University Gender Equality Studies and Training Programme – 2018 spring term lecture series. Her lecture is titled: “Anti-gender movements as challenges to human rights”, and will take place on Tuesday, 8 of May, from 12.00-13.00, in Veröld  — Vigdis’ House, University of Iceland.

In her talk, Prof. Pető is analysing the state of anti-gender movements in Europe and assessing the impacts of counter strategies by progressive actors. It argues that anti-gender movements are a new phenomenon in European politics which require new methods to react from progressive forces. If progressive politics forgets its value innovative grass-root origins, then only using the already invented gender equality policy measures will not prevent this new phenomenon to prevail in the long run.

The lecture is in English, open to everyone and admission is free.

The event is on Facebook!

The lecture is accessible here.

About the lecturer:

Andrea Pető is Professor in the Department of Gender Studies at Central European University, Budapest, Hungary and a Doctor of Science of the Hungarian Academy of Sciences. She is teaching courses on European comparative social and gender history, gender and politics, women’s movements, qualitative methods, oral history, and the Holocaust. Author of 5 monographs, editor of 31 volumes, as well as 261 articles and chapters in books published in seventeen languages. Her articles have appeared in leading journals including East European Politics and Society, Feminist Theory, NORA, Journal of Women’s History, European Journal of Women’s Studies, Clio, Baltic Worlds, European Politics and Society, International Women’s Studies Forum.

She is on the editorial board of 6 international and 2 Hungarian academic journals. She also serves as an associate editor for The European Journal of Women’s Studies.

She has also been a guest professor at the universities of Toronto, Buenos Aires, Novi Sad, Stockholm and Frankfurt.

She is author, with Ildikó Barna, of Political Justice in Budapest after WWII (2015) and co-editor, with Ayşe Gül Altınay, of Gendered Wars, Gendered Memories: Feminist Conversation on War, Genocide and Political Violence (2016) and edited the volume on War in the Interdisciplinary Handbook: Gender series (Macmillan, 2017).

She has an extensive list of publications in internationally renowned e-journals as OpenDemocracy, Queries, Social Europe, Political Critique, Conversations, The Huffington Post, Der Standard and on popular blogs in Hungarian as Galamus, Dinamo, Kettős Mérce, Mandiner contributing to the discussion on progressive politics.

She served as a coordinator of training as a Core Group Member of GenderSte, COST Network of Women in Science, Technology and Environment and member of Horizon2020 Societal Challenge Advisory Group (2014-2016, 2016-2018) and as a member and Vice Chair of Advisory Group on Gender (2014-2016, 2016-2018). She also served board member (2009-2014), co-president (2011-2014) of Atgender, The European Association for Gender Research, Education and Documentation.

In the Hungarian Academy of Sciences she is the chair of the subcommittee on history of Second Word War, member of the Presidential Committee of Hungarian Academy of Sciences on Female Researcher’s and Life Course and Committee on History of Life Sciences.

In 2005, she was awarded the Officer’s Cross Order of Merit of the Republic of Hungary by the President of the Hungarian Republic and the Bolyai Prize by the Hungarian Academy of Sciences in 2006. In 2018 she was awarded the 2018 All European Academies Madame de Staël Prize for Cultural Values.

***

The RIKK/UNU-GEST lecture series at the spring term 2018 are dedicated to the United Nation’s Universal Declaration of Human rights, but year 2018 marks its 70th anniversary. The declaration has emphasis on gender equality and women’s rights. The objective with the lecture series is to raise awareness of the value that human rights offer as a tool to tackle persistent gender disparities and address factors that perpetuate gender discrimination and inequality. The RIKK & UNU-GEST lecture series in the spring semester 2018 is held in collaboration with The National Museum of Iceland.