Háskóli Íslands (HÍ) auglýsir stöðu nýdoktors í þverfaglegu og alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem nefnist Afnýlenduvæðing æðri menntunar í norrænu samhengi (Decolon-Ice). Staðan er styrkt af Rannsóknasjóði (Rannís).

Afnýlenduvæðing æðri menntunar í norrænu samhengi felst í að greina námsefni og aðferðafræði kennslu með það fyrir augum að skoða áhrif undirliggjandi hugmyndafræði nýlendu- og heimsvaldastefnu. Slík áhrif hafa oft í för með sér þöggun og afbakanir sem viðhalda samfélagslegum ójöfnuði, veikja lýðræði og draga úr jafnrétti. HÍ hefur, á sama hátt og aðrar norrænar háskólastofnanir, að markmiði að skapa frjóan jarðveg fyrir rannsóknir og nýsköpun þar sem hlúð er að margbreytileika og jafnrétti á öllum stigum starfseminnar. Hins vegar eiga HÍ og aðrir norrænir háskólar enn eftir að staðsetja sig gagnvart þessum viðmiðum. Afnýlenduvæðing æðri menntunar í norrænu samhengi er umbótamiðuð rannsókn (e. participatory action research) í þeirri merkingu að rannsakandi og þátttakendur taka þátt í breytingaferli eftir því sem rannsókninni vindur fram. Framkvæmd verður eigindleg innihaldsgreining á námsefni og námskeiðslýsingum og tekin verða djúpviðtöl við nemendur og kennara við sjö deildir á þremur fræðasviðum HÍ. Í kjölfarið fer fram samráðsferli, sem er hluti af rannsókninni, um leiðir til að afnýlenduvæða kennslu á háskólastigi og það hvernig styðja megi æðri menntastofnanir almennt í þeirri viðleitni. Um er að ræða fyrstu rannsókn á afnýlenduvæðingu kennslu og námsefnis við norrænan háskóla.

Í febrúar 2023 hefst annað ár verkefnisins og rannsóknarteymið mun þá kortleggja stöðu afnýlenduvæðingar námsefnis og kennsluáætlana innan nokkurra deilda sem tilheyra Hugvísindasviði HÍ. Rannsóknin er umbótamiðuð rannsókn þar sem kennarar og nemendur koma saman í umræðuhópa þar sem stuðst er við hálfopin viðtöl. Meðal rannsóknarspurninga er hvernig og á hvaða grunni kennsluáætlanir eru byggðar, hver er aðferðafræði kennslu sem liggur að baki þeirra og hvernig skilja nemendur og kennarar þær.

Nýdoktorinn mun að mestu sinna rannsóknum á Íslandi en með hliðsjón af hinum Norðurlöndunum og í samstarfi við þátttakendur í verkefninu. Giti Chandra leiðir rannsóknina í samstarfi við innlent samstarfsfólk og erlenda sérfræðinga. Rannsóknin er hýst hjá RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum sem tilheyrir Hugvísindasviði HÍ.

Meginverkefni:

 • Þátttaka í rannsóknarvinnu, aðallega við HÍ.
 • Söfnun eigindlegra gagna og greining þeirra, aðallega á vettvangi á Íslandi.
 • Miðlun rannsóknaniðurstaða, aðallega birtingar greina í viðurkenndum vísindatímaritum
 • Skipulagning vinnustofa verkefnisins.

KRÖFUR
Menntun og aðrar kröfur

 • Doktorspróf í tengdu fagi, einkum á sviði mennta-, félags- eða hugvísinda
 • Þekking og áhuga á samfélagslegum áhrifum kynþáttastefnu og nýlendusögu.
 • Þekking á gagnaöflun og greiningu eigindlegra rannsóknargagna.
 • Mjög gott vald á skrifaðri og talaðri ensku.
 • Gott vald á skrifaðri og talaðri íslensku er kostur.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, skipulagshæfileikar og geta til að ná markmiðum.
 • Góð reynsla af því að vinna sjálfstætt sem og í teymi. Reynsla af þverfaglegu og alþjóðlegu starfi er kostur.

UMSÓKNARFERLIÐ

Umsóknin þarf að innhalda

 • Ferlisskrá
 • Skriflega lýsingu (ca. 1500 orð) á ensku á því hvers vegna umsækjandi hefur áhuga á stöðunni og hvernig hann hyggst nálgast verkefni sitt innan ramma rannsóknarinnar
 • Lista yfir fyrri menntun (MA and PhD), ásamt prófskírteinum.
 • Meðmæli frá tveimur aðilum, kennurum eða samstarfsfólki, auk upplýsinga um netföng þeirra

Öllum umsóknum verður svarað og allir umsækjendur verða látnir vita þegar ákvörðun liggur fyrir. Umsóknir geta gilt í allt að 3 mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Gert er ráð fyrir því að nýdoktorinn taki til starfa 1. febrúar 2023 (eða eftir samkomulagi).

Um er að ræða 100% starf í 21 mánuð.

Laun verða samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara (fh.hi.is) og Fjármálaráðuneytis. Við ráðningu í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans. Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands. Umsóknarfrestur rennur út 9. janúar 2023.

Frekari upplýsingar um starfið veita
Giti Chandra, sérfræðingur og stjórnandi verkefnisins – gc@hi.is, og Elín Björk Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri RIKK – elinbjork@hi.is

Smelltu hér til að sækja um starfið.