„Í kjölfar #MeToo“ er yfirskrift viðburðaraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og Jafnréttisskólans (GEST) vorið 2021 þar sem tveir sérfræðingar ræða saman um viðfangsefnið. #MeToo og sá árangur sem hreyfingin hefur náð verður til umfjöllunar og sjónum verður einnig beint að því sem er óunnið í baráttunni gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni, ofbeldi og einelti. Viðburðaröðin byggir á tveimur bókum sem RIKK hefur nýlega staðið að útgáfu á, annars vegar fimmta heftið í ritröð RIKK, Fléttur V. #MeToo, og hins vegar handbók um hreyfinguna, The Routledge Handbook of the Politics of the #MeToo Movement, sem er gefin út af Routlegde-útgáfunni í Bretlandi.

Í þriðja viðburði raðarinnar kynna Karen Boyle og Audrey Roofeh rannsóknir sínar í ör-erindum og ræða svo saman um ábyrgð og forystu í undirbúningi femínískrar framtíðar undir yfirskriftinni „Now What? Accountability and Leadership in Planning a Feminist Future“. Karen Boyle er prófessor í femínískri fjölmiðlafræði við Strathclyde-háskóla í Glasgow í Skotlandi og Audrey Roofeh er lögmaður og framkvæmdastjóri Marina Strategies LLC, ráðgjafafyrirtækis í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í vinnustaðamenningu.

Viðburðurinn fer fram fimmtudaginn 18. mars kl. 14.00-15.00. Viðburðirnir eru rafrænir og fara fram á netfundarforritinu Zoom (https://eu01web.zoom.us/j/69712898240) auk þess sem þeim er streymt beint á Facebook. Upptökur eru gerðar aðgengilegar á heimasíðu RIKK og Youtube-rás Hugvísindasviðs að viðburðum loknum.

Ágrip viðburðar:
Audrey Roofeh will talk about the tension between a focus on liability and a focus on culture in the workplace, and how a focus on culture is what’s needed to start creating safe workplaces. Thinking ahead, she asks where we can go from here, and what real inclusion looks like at work. Roofeh explains how ‘add diversity and stir’ does not create equitable and inclusive workplaces, but rooting out discrimination, centering the experience of those who have been marginalized, and holding people accountable does. Karen Boyle will discuss the challenges of accountability in a leaderless movement and, relatedly, the importance of situating #MeToo in broader feminist histories within specific locales.