Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur, er fimmti fyrirlesari
fyrirlestraraðar RIKK á haustmisseri 2019 og nefnist fyrirlestur hennar „Krosssaumur eða rauðir sokkar? Hugmyndasaga öldrunar á Íslandi“. Fyrirlesturinn er fluttur
fimmtudaginn 7. nóvember, kl. 12:00-13:00, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns
Íslands.
Hvernig „á“ að eldast, er til rétt leið og þá röng? Hvernig hefur þjónustu við
aldraða tekist að aðlagast breyttum veruleika, aukinni fjölbreytni og fjölda
aldraðra? Gerir þjónustan ráð fyrir öldruðum af öllum kynjum eða dugar að bjóða
upp á krosssaum og útskurð til að sjá fyrir félagsþörf? Leitast verður við að
varpa ljósi á þjónustu við aldraða eins og hún hefur verið og hvert við þurfum
að stefna. Svokallað eftirlaunatímabil lengist og gerir það að verkum að við
sem samfélag verðum að reikna með aukinni fjölbreytni, kröfum og draumum þessa
hóps til að auka lífsgæði.
Líney Úlfarsdóttir hefur allan starfsaldur
sinn á Íslandi unnið hjá Reykjavíkurborg og lengst af í öldrunarmálum.
Starfsvettvangur hefur verið einstaklingsvinna meðfram störfum heimahjúkrunar
og félagslegarar heimaþjónustu auk ráðgjafar til starfsfólks og stofnana í
öldrunargeiranum. Líney hefur einnig sinnt stundakennslu á sviði
öldrunarsálfræði við Háskóla Íslands.
Fyrirlesturinn
er fluttur á íslensku og er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Viðburðurinn
á Facebook!
***
Hádegisfyrirlestraröð
RIKK á haustmisseri 2019 er tileinkuð öldrun. Í fyrirlestraröðinni munu
fyrirlesarar úr mismunandi greinum fjalla um viðfangsefnið út frá ólíkum
sjónarhornum.
Fyrirlestraröðin
er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.
Fréttir
- Class, Gender and Anthropogenic Environmental Crises and Response: Thoughts from South African Watery Contexts
- Eru barneignir að verða forréttindi sumra? Lækkandi fæðingartíðni, kyn og stétt á Íslandi
- Afleiðingar stéttaskiptingar og samtvinnunar: Áhrif auðmagns á heilsu
- Er hlustað á mig? Auðmagn og táknræn völd einstaklinga
- Í orði og á borði: Stéttaskipting á Íslandi