Sigríður Vilhjálmsdóttir, þjóðfélagsfræðingur, flytur rabb fimmtudaginn 16. október sem hún nefnir Hagtölur um stöðu kynja. Það fer fram í stofu 201 í Odda kl. 1213 og er öllum opið.
Kynntar verða helstu niðurstöður úr ritinu Konur og karlar 1997 sem Hagstofa Íslands gefur út. Það hefur að geyma ýmsar hagtölur sem varpa ljósi á stöðu kynjanna í íslensku samfélagi. Ritið spannar flest svið þjóðlífsins og má þar m.a. finna upplýsingar um mannfjölda, lífsvenjur og heilsu, menntun, atvinnu, tekjur og áhrifastöður.
Sigríður Vilhjálmsdóttir lauk BA-prófi úr almennum þjóðfélagsfræðum frá Háskóla Íslands árið 1974. Hún starfar nú á Hagstofu Íslands.