Fræðafjör er haldið til heiðurs Helgu Kress, prófessor emerita í almennri bókmenntafræði, sem fagnaði 80 ára afmæli í haust. Málþingið fer fram laugardaginn 30. nóvember 2019 og er skipulagt af RIKK – rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum, Árnastofnun og Bókmenntafræðistofnun.
Helga Kress á að baki langan akademískan feril og hefur verið áhrifamikil í feminískum fræðum og bókmenntafræðum á Íslandi. Á málþinginu munu vinir, samstarfsmenn og hliðstæðingar Helgu flytja snörp, fræðileg erindi til að heiðra arfleifð hennar. Ný heimasíða Helgu Kress á vef Bókmennta- og listfræðastofnunar verður einnig opnuð.
Dagskrá:
13:30-15:00
- Guðrún Nordal: Um máttugar meyjar
- Erla Hulda Halldórsdóttir: „Snjallari hjá mér munnlegar en skriflegar“. Um skrifandi konur og prýðilega heila
- Auður Aðalsteinsdóttir: Draugar nýlendutímans. Skáldsagan Lifandilífslækur í ljósi vistfemínisma og eftirlendufræða
- Marion Lerner: „LÝST ER EFTIR KONU!“ Ósýnilegi þýðandinn og fræðikonan
- Ástráður Eysteinsson: Á ferð um Foldu með Helgu
- Sigríður Þorgeirsdóttir: Völva í bókmenntafræði
- Dagný Kristjánsdóttir: Gapriplablús
- Úlfhildur Dagsdóttir: Hlæjandi meyjar. Lóaboratoríum
15:00-15:30: Kaffihlé
15:30-16:50
- Soffía Auður Birgisdóttir: Far eftir hugsun. Um ljóðagerð Þóru Jónsdóttur
- Hjalti Snær Ægisson: Um getnaðarhátíð Maríu
- Ragnhildur Richter: Elsku góða Gunna mín
- Benedikt Hjartarson: Í maga strútsins. Um grótesku og ritstuld í verkum tveggja til fimm evrópskra höfunda
- Steinunn Sigurðardóttir: Valkyrja með karlmannsvit
- Irma Erlingsdóttir: Um tregróf og aðrar byltingar
- Sveinn Yngvi Egilsson opnar nýja heimasíðu Helgu Kress á vef Bókmennta- og listfræðastofnunar
Léttar veitingar
Málþingið er haldið í Öskju, 132