Dr. Elisabeth Klatzer

Dr. Elisabeth Klatzer

Dr. Elisabeth Klatzer, hagfræðingur og sérfræðingur í kynjaðri hagstjórn, er fjórði fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2018. Fyrirlestur hennar nefnist: “Fjárlagagerð í þágu kvenréttinda: Skattaréttlæti og kynjajafnrétti”, og er hann fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 22. febrúar kl. 12.00-13.00.

Dr. Klatzer starfar sem rannsakandi, fyrirlesari, alþjóðlegur ráðgjafi og aktívisti fyrir femíníska hagstjórn, efnahagsstefnu og kynjaða fjárlagagerð. Hún er með doktorspróf í pólitískri hagfræði frá Vínarháskóla í Austurríki og meistarapróf í stjórnsýslufræðum frá Harvard-háskóla. Klatzer hefur gefið út mikið af efni á sínu sviði og það nýjasta er bókin “Gender Budgeting in Europe. Developments and Progress”, sem hún ritstýrir — ásamt Angelu O’Hagan, prófessor – og kemur út í mars næstkomandi hjá Palgrave MacMillan útgáfunni.

Jafnrétti kynjanna og kvenréttindi eru langt frá því að vera í höfn. Femínískir hagfræðingar og aktívistar hafa beint sjónum að opinberum fjármálum og efnahagsstefnu sem lykilatriðum í að ná fram jafnrétti og mannréttindum. Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð (KHF) er nálgun sem felur í sér mikla möguleika til að láta opinbera fjársýslu beina sjónum að kven- og mannréttindum.

Í fyrirlestrinum verður velt upp framþróun og áskorunum í innleiðingu KHF með tilliti til mannréttindaskuldbindinga að því er varðar opinber fjármál. Fjallað verður um skatttekjur – svigrúm í fjárlögum – og kastljósinu beint að því hvernig hægt er að ná árangri með því að beina sjónum að skattaréttlæti í þágu jafnréttis.

Fyrirlestraröð RIKK/UNU-GEST á vormisseri 2018 er tileinkuð Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna en í ár eru 70 ár síðan hún var samþykkt. Mannréttindayfirlýsingin nær yfir grundvallarréttindi sem allir menn – karlar og konur – eiga tilkall til. Markmið fyrirlestraraðarinnar er að fjalla um þá þætti sem viðhalda kynjamismunun og ójafnrétti í ólíkum samfélögum og vekja athygli á gildi mannréttinda sem verkfæris til að takast á við viðvarandi kynjaójöfnuð.

Fyrirlesturinn er á ensku og er öllum opinn.

Finndu viðburðinn á Facebook!

Hádegisfyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á vormisseri 2018 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.

Budgeting for Women’s Rights: Tax Justice and Gender Equality

Dr. Elisabeth Klatzer, lecturer, international consultant and civil-society activist, is the fourth lecturer in the 2018 RIKK – Institute for Gender, Equality and Difference & UNU-GEST – United Nations University Gender Equality Studies and Training Programme – lecture series during spring term 2018. Her lecture is titled: “Budgeting for Women’s Rights: Tax Justice and Gender Equality”, and will take place on Thursday, 22 of February, from 12.00-13.00, in the National Museum’s lecture hall.

Dr. Klatzer works as a researcher, lecturer, international consultant and civil-society activist on Feminist Economics, economic policy and on Gender Responsive Budgeting. She has a PhD in Political Economics (Vienna University of Economics, Austria) and a Master in Public Administration from Harvard University. She has published extensively on these issues. Most recently, she is co-editor – with Prof. Angela O’Hagan – of the volume “Gender Budgeting in Europe. Developments and Progress”, to be published at Palgrave MacMillan in March this year.

Gender Equality and Women’s Rights are far from being fully realized. Feminist economists and civil society activists have focused on public finance and economic policies as one key area of realizing human and women’s rights. Gender Responsive Budgeting (GRB) is an approach with high potential for public budgeting to focus on women’s and human rights obligations.

The lecture puts forward reflections on progress and challenges in implementing GRB. It builds on the work on human rights obligations in the context of public finance. With a focus on public revenue – the available fiscal space – some propositions on making progress by focusing on tax justice for gender equality will be discussed.

The RIKK/UNU-GEST lecture series at the spring term 2018 are dedicated to the United Nation’s Universal Declaration of Human rights, but year 2018 marks its 70th anniversary. The declaration has emphasis on gender equality and women’s rights. The objective with the lecture series is to raise awareness of the value that human rights offer as a tool to tackle persistent gender disparities and address factors that perpetuate gender discrimination and inequality.

The lecture is in English, open to everyone and admission is free.

The event is on Facebook!

The RIKK & UNU-GEST lecture series in the spring semester 2018 is held in collaboration with The National Museum of Iceland.