Skýrslan Einelti og áreitni í starfsumhverfi sviðslista er komin út. Skýrslan er unnin af RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum að frumkvæði Sviðslistasambands Íslands.

Skýrslan sýnir að einelti og kynbundin og kynferðisleg áreitni eru rótgróin vandamál innan sviðslista. Í skýrslunni er leitast við að kortleggja umfang og eðli kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni og eineltis í starfsumhverfi sviðslistafólks á Íslandi. Gagna var aflað vorið 2019 með rafrænni spurningakönnun meðal félagsmanna í fagfélögum sviðslistafólks á Íslandi. Kristín A. Hjálmarsdóttir kynjafræðingur er höfundur skýrslunnar og ritstjóri Elín Björk Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri RIKK. Jafnréttissjóður Íslands styrkti rannsóknina.

Skýrslan verður kynnt rafrænt miðvikudaginn 28. október 2020 kl. 15.00 á Zoom. Sjá viðburð á Facebook

Skýrslan er aðgengileg hér.