Hvar liggja mörkin? Egypskar konur og arabíska vorið

©Kristinn Ingvarsson
Magnús Þorkell Bernharðsson

(English below)

Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda, er fimmti fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) á vormisseri 2018. Fyrirlestur hans nefnist: „Hvar liggja mörkin? Egypskar konur og arabíska vorið“ og er fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 8. mars á milli kl. 12.00 og 13.00.

Í fyrirlestrinum verður rýnt í sögu egypsku kvenréttindahreyfingarinnar, fyrst verður sjónum beint að verkum Huda Shaarawi og endað á margbreytilegum hreyfingum femínista í Egyptalandi í samtímanum. Hvaða aðferðir hafa skilað árangri og hvaða sigrar verið unnir? Hvar hefur helst orðið vart við afturkippi? Fyrir hvaða málefnum hafa egypskar konur helst barist og hversu líklegt er að ástandið muni batna í Egyptalandi eftir arabíska vorið?

Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson er prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda við Williams College í Bandaríkjunum. Magnús Þorkell lauk BA prófi í stjórnmálafræði og guðfræði frá Háskóla Íslands árið 1990, MA prófi í trúarbragðafræði frá guðfræðideild Yale-háskóla árið 1992 og doktorsgráðu í nútímasögu Mið-Austurlanda frá sama skóla árið 1999. Hann hefur kennt mörg námskeið, bæði hér á landi og við háskóla í Bandaríkjunum og hefur gefið út og ritstýrt fjölda bóka, þar á meðal Reclaiming a Plundered Past. Archaeology and Nation Building in Modern Iraq og bók hans Mið-Austurlönd – fortíð, nútíð og framtíð er nýkomin út.

Fyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) á vormisseri 2018 er tileinkuð Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna en í ár eru 70 ár síðan hún var samþykkt. Mannréttindayfirlýsingin nær yfir grundvallarréttindi sem allir menn – karlar og konur – eiga tilkall til. Markmið fyrirlestraraðarinnar er að fjalla um þá þætti sem viðhalda kynjamismunun og ójafnrétti í ólíkum samfélögum og vekja athygli á gildi mannréttinda sem verkfæris til að takast á við viðvarandi kynjaójöfnuð.

Hádegisfyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á vormisseri 2018 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.

Fyrirlesturinn er á ensku og er öllum opinn.

Finndu viðburðinn á Facebook!

Where is the line? Egyptian Women and the Arab Spring

Prof. Magnús Þorkell Bernharðsson, Williams College, USA, is the fifth lecturer in the RIKK – Institute for Gender, Equality and Difference & UNU-GEST – United Nations University Gender Equality Studies and Training Programme – 2018 spring term lecture series. His lecture is titled: „ Where is the line? Egyptian Women and the Arab Spring“, and will take place on Thursday, 8 of March, from 12.00-13.00, in the National Museum of Iceland lecture hall.

In his talk, Dr. Bernharðsson will consider the history of the women’s rights movement in Egypt starting with the foundational work of Huda Shaarawi and ending with the diverse feminist movements in Egypt today. What has worked and what battles have been won and where have the major setback been? What are some of the major issues Egyptian women have been fighting for? And how likely is it that their situation will improve now in post-Arab Spring Egypt?

Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson is Brown Professor of History and Faculty Affiliate in Arabic Studies, Leadership Studies and Religion at Williams College, USA. His research is concerned with modern Iraqi history, U.S.-Iraqi relations 1900-2000, archaeology, and nationalism in the modern Middle East. He is the author of several books and edited volumes including Reclaiming a Plundered Past. Archaeology and Nation Building in Modern Iraq (Texas, 2005) and Mið-Austurlönd – fortíð, nútíð og framtíð (2018).

The RIKK/UNU-GEST lecture series at the spring term 2018 are dedicated to the United Nation’s Universal Declaration of Human rights, but year 2018 marks its 70th anniversary. The declaration has emphasis on gender equality and women’s rights. The objective with the lecture series is to raise awareness of the value that human rights offer as a tool to tackle persistent gender disparities and address factors that perpetuate gender discrimination and inequality. The RIKK & UNU-GEST lecture series in the spring semester 2018 is held in collaboration with The National Museum of Iceland.

The lecture is in English, open to everyone and admission is free.

The event is on Facebook!