(See English below)

Fimmtudaginn 25. október 2012 heldur Cynthia Enloe, rannsóknaprófessor við Clark-háskóla, erindi sem ber heitið „Hvað ef karlmennska væri kosningamál? Femínismi, efnahagskerfið og bandarísku forsetakosningarnar“ [„What if Masculinity Were an Election Issue? Feminism, the Ecomony and Voting in the Up-coming US Elections“]. Erindið fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, kl. 12.00–13.00. Það fer fram á ensku og er öllum opið. Þóra Arnórsdóttir stýrir fundinum.

Í erindinu mun Cynthia Enloe fjalla um komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum með hliðsjón af kosningabaráttu forsetaframbjóðendanna, Romney og Obama, þar sem mjótt er á munum og mikið í húfi. Hún mun jafnframt reifa greiningar bandarískra femínista á kvenfyrirlitningu, karlmennsku og kvenleika í tengslum við kosningabaráttuna.

Enloe er heimsþekkt fyrir femíníska greiningu sína á hervæðingu, stríðum, stjórnmálum og hnattvæðingu efnahagskerfa og hefur stundað rannsóknir í Írak, Afganistan, Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan, Filippseyjum, Kanada, Chile og Tyrklandi.

 

Erindið er haldið í samstarfi við Alþjóðlegan jafnréttisskóla við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands.

 

Öll velkomin!

——

On Thursday 25 October 2012, Cynthia Enloe, Research Professor at Clark University, will give a talk entitled “What if Masculinity Were an Election Issue? Feminism, the Economy and Voting in the Up-coming US Elections”. It will take place in the National Museum, Lecture Hall, at 12.00–13.00. The talk will be in English and is open to all free of charge. Chair: Þóra Arnórsdóttir.

Every election in every country is deeply gendered. In the current US presidential, and congressional, election, gender is popularly imagined to be “the women’s vote.” Cynthia will not only talk about Romney’s and Obama’s campaign strategies, but also American feminists’ own campaign analyses of misogyny, masculinities and femininities in this very tight high-stakes up-coming election.

The talk is held in collaboration with the Gender Equality Studies and Training Programme at the University of Iceland and the National Museum of Iceland.