Viðhorf til jafnréttismála

Þann 30. janúar kl. 13:15 héldu RIKK, Nefnd um efnahagsleg völd kvenna, félagsmálaráðuneytið og Jafnréttisstofa málþingið Viðhorf til jafnréttismála í hátíðasal Háskóla Íslands.

Dagskrá

Kl. 13:15 Irma J. Erlingsdóttir forstöðumaður, ráðstefnan sett.

Kl. 13:20-13:30 Árni Magnússon félagsmála- og jafnréttisráðherra. Ávarp.

Kl. 13:30-13:50 Þorgerður Einarsdóttir lektor í kynjafræði. Hvað hefur kynjafræði með jafnrétti að gera?

Kl. 13:50-14:10 Þorgerður Þorvaldsdóttir kynja- og sagnfræðingur. Orðræða um jafnrétti í aðdraganda alþingiskosninga 2003.

Kl. 14:10-14:30 Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar. Mælikvarðar og jafnréttisvísitala

14:30 -15:00 HLÉ

Kl. 15:00-16:30 Irma Erlingsdóttir, Andrea Ósk Jónsdóttir og Þórunn Hafstað. Viðhorfskönnun um jafnréttismál, drög að íslenskri jafnréttisvísitölu.

Pallborðsumræður. Guðrún Agnarsdóttir, Gunnar Páll Pálsson, Kristín Ólafsdóttir og Lilja Mósesdóttir.

Fundarstjóri: Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur.