(English below)
Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Háskóla Íslands, er fyrsti fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2018. Fyrirlestur hennar nefnist: „Veröld ný og betri: Mótun Mannréttindayfirlýsingingarinnar“ og að venju eru fyrirlesturinn fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 11. janúar kl. 12.00-13.00.
Sólveig Anna er prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað og birt efni á sviði kynjafræði, kynfræði og femínískrar siðfræði.
Þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar í San Francisco árið 1945 var mikill þrýstingur á sendifulltrúana þar að sáttmáli hinna Sameinuðu þjóða fæli í sér alþjóðaréttarskrá. Þremur árum síðar var Mannréttayfirlýsingin samþykkt í ályktun 217A, á þriðja fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, í París hinn 10. desember 1948.
Í fyrirlestrinum beinir Sólveig Anna sjónum að mótunarferli yfirlýsingarinnar. Hvernig varð hugmyndin að alþjóðlegum mannréttindaviðmiðum til? Hvaða fágætu konur og karlar voru í þeim hópi sem réðst í þetta sérstaka sögulega viðfangsefni?
Fyrirlestraröð RIKK/UNU-GEST á vormisseri 2018 er tileinkuð Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna en í ár eru 70 ár síðan hún var samþykkt. Mannréttindayfirlýsingin nær yfir grundvallarréttindi sem allir menn – karlar og konur – eiga tilkall til. Markmið fyrirlestraraðarinnar er að fjalla um þá þætti sem viðhalda kynjamismunun og ójafnrétti í ólíkum samfélögum og vekja athygli á gildi mannréttinda sem verkfæris til að takast á við viðvarandi kynjaójöfnuð.
Fyrirlesturinn er á ensku og er öllum opinn.
Finndu viðburðinn á Facebook!
Hádegisfyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á vormisseri 2018 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.
A world made new. The Universal Declaration of Human Rights in the making
Sólveig Anna Bóasdóttir, Professor in Theological Ethics at the University of Iceland, is the first lecturer in the 2018 RIKK – Institute for Gender, Equality and Difference & UNU-GEST – United Nations University Gender Equality Studies and Training Programme – lecture series during spring term 2018. Her lecture is titled: „A world made new. The Universal Declaration of Human Rights in the making“, and will take place on Thursday, 11th of January, from 12.00-13.00, in the National Museum’s lecture hall.
Dr Sólveig Anna is a Professor in Theological Ethics at the Faculty of Theology and Religious Studies at the University of Iceland. She has conducted research and published mainly in the areas of gender studies, sexology and feminist ethics.
When the United Nations was founded in San Francisco in 1945 there was great pressure on the delegates to include an international bill of rights in the Charter of the United Nations. Three years later the Universal Declaration of Human Rights was adopted by the United Nations General Assembly resolution 217A at its 3rd session in Paris on 10 December 1948. In Sólveig Anna’s lecture the drafting process of the Declaration is in focus. How did the idea of an international human rights standard become a reality? Who was the group of extraordinary men and women who rose to the challenge of a unique historical moment?
The RIKK/UNU-GEST lecture series at the spring term 2018 are dedicated to the United Nation’s Universal Declaration of Human rights, but year 2018 marks its 70th anniversary. The declaration has emphasis on gender equality and women’s rights. The objective with the lecture series is to raise awareness of the value that human rights offer as a tool to tackle persistent gender disparities and address factors that perpetuate gender discrimination and inequality.
The lecture is in English, open to everyone and admission is free.
The event is on Facebook!
The RIKK & UNU-GEST lecture series in the spring semester 2018 is held in collaboration with The National Museum of Iceland.