Mánudaginn 29. ágúst heldur Vandana Shiva fyrirlestur í Háskólabíói. Fyrirlesturinn hefst kl. 17:00 og er opinn öllum án endurgjalds.
Fræðikonan og aðgerðasinninn Vandana Shiva er heimsþekkt fyrir störf sín í þágu sjálfbærrar þróunar, umhverfis og mannréttinda. Hún er einn af þekktustu talsmönnum umhverfisfemínisma í heiminum og lítur svo á að kapítalisminn og feðraveldið séu tengd órjúfanlegum böndum, þ.e. að það sé sama menning sem viðhaldi yfirráðum karla í samfélaginu og sem stuðlar að ofnýtingu náttúrunnar og umhverfisspjöllum stórfyrirtækja.
Vandana Shiva gaf út bókina Staying Alive: Women, Ecology and Development árið 1988, sem hafði mikil áhrif á hugmyndir fólks um konur í þróunarríkjunum, en í bókinni fjallar Vandana Shiva um baráttu kvenna í þróunarríkjum fyrir verndun umhverfisins. Í bókinni fjallar hún meðal annars um indversku umhverfisverndarhreyfinguna Chipko, sem var að miklu leyti skipuð konum og barðist ekki síst gegn ofnýtingu skóga, en Vandana Shiva var sjálf þátttakandi í hreyfingunni á 8. áratugnum. Vandana Shiva skrifaði einnig grundvallarrit um umhverfisfemínisma, Ecofeminism, ásamt Mariu Mies árið 1993. Vandana Shiva hefur unnið ötullega að því að auka áhrif kvenna í landbúnaði og hefur m.a. skrifað skýrslu fyrir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um konur og landbúnað á Indlandi, þar sem hún vakti athygli á því að flestir bændur á Indlandi væru konur og því væru málefni kvenna og málefni landbúnaðarins nátengd. Hún var einnig meðal stofnenda alþjóðlegu samtakanna „Women´s Environment and Development Organization (WEDO)“. Hún er mikill talsmaður lífræns landbúnaðar og er einn atkvæðamesti gagnrýnandi erfðabreytinga á nytjaplöntum í heiminum, auk þess sem hún hefur beitt sér gegn því að fjölþjóðleg iðnaðarfyrirtæki nái yfirráðum yfir matvælaframleiðslu og gegn einkavæðingu vatns.
Vandana Shiva hefur birt yfir 500 vísindagreinar, skrifað 20 bækur og haldið fyrirlestra víða um heim. Fyrir störf sín hefur hún hlotið fjölda viðurkenninga, m.a. hin svokölluðu „Alternative Nobel Prize“,eða Right Livelihood Award.
Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu EDDU – öndvegisseturs.
—
On Monday 29 August, Vandana Shiva will give a public lecture in Háskólabíó, starting at 5 pm. The lecture is open and free of charge.
The academic and activist Vandana Shiva is internationally known for her work on the environment, sustainable development and human rights. She is considered one of the foremost ecofeminists in the world today. She sees patriarchy and capitalism as intrinsically interconnected in the sense that there is a type of culture of masculinity that is both responsible for maintaining patriarchy and overexploiting natural resources. Therefore, she sees the fight for gender equality and the fight for the preservation of the environment as intertwined as well.
In 1988, Vandana Shiva published the book Staying Alive: Women, Ecology and Development, where she discusses women in the developing world and their struggle for the preservation of the environment. Among other things, she examines the Indian environmental group Chipko, which was largely composed of women and in which Vandana Shiva was an active participant in the 1970s. The book had a great impact on people´s ideas of women in the developing world. In 1993, Vandana Shiva published Ecofeminism with Maria Mies, which is considered one of the most important books in ecofeminism. Vandana Shiva has advised international institutions and wrote for example a report for the Food and Agriculture Organization of the United Nations (FAO) on women and agriculture in India, where she drew attention to the fact that the majority of Indian farmers are women and that it is therefore impossible to address agricultural issues without considering women´s position. Vandana Shiva was one of the founders of the Women´s Environment and Development Organization (WEDO). She is a strong opponent of multinational corporations overtaking food production and of the privatization of water supplies. She is an avid promoter of organic farming and is one of the most important critics of genetic modification of plants in the world.
Vandana Shiva has published over 500 academic papers and 20 books. She has been awarded numerous awards for her works, among them the so-called „Alternative Nobel Prize“, or the Right Livelihood Award.
For more information, see the webpage of EDDA – Center of Excellence.