Dr. Rochelle Burgess

Dr. Rochelle Burgess

Fimmtudaginn 19. mars heldur dr. Rochelle Burgess opinn fyrirlestur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins kl.12-13 og nefnist hann: „Þegar konur tala: Leitað að röddum kvenna í hnattrænni heilbrigðisþjónustu“.

Dr. Burgess er lýðheilsusálfræðingur og starfar við Miðstöð heilsugæslu og félagsþjónustu við London Metropolitan University og með Rannsóknarhópi um heilsu, samfélag og þróun við London School of Economics.

Dr, Burgess hefur sérhæft sig í misrétti í heilbrigðisþjónustu á heimsvísu. Í verkum hennar eru skoðuð tengsl á milli heilsufars og félagslegra þátta, stjórnarhátta og kerfistengdra þátta eins og fátæktar, menningar, kynþáttar og þjóðernis og samfélagsþátttöku (borgaraþátttaka (e. civil society)). Starf hennar beinist að þremur sviðum: Svæðisbundnum heilbrigðiskerfum og þjónustu; svæðisbundinni reynslu af alþjóðlegri heilsustefnu og stjórnun; og mannfræðilegri og þjóðfræðilegri nálgun við eftirlit og mat á heilbrigðisaðstæðum. Rannsóknir hennar nú um stundir snúa að geðheilsu kvenna í Suður-Afríku. Hún hefur einnig unnið í Úganda, Kenýa, Svasílandi og Bretlandi og vinnur nú að þróun nýrra verkefni í Malaví og Perú.

Hvernig er hægt að styðja best við heilsu kvenna á heimsvísu? Á alþjóðavísu eru konur líklegri til að búa við lélegt heilsufar vegna samþættrar og kynjaðrar reynslu af áhættuþáttum sem gegnsýra alþjóðlegt umhverfi: pólitískt ofbeldi, félagsleg mismunun, ójöfn tekjuskipting og kynferðislegt ofbeldi.

Talsmenn kvenréttinda og velferðar vinna sleitulaust að því að vekja athygli á heilsufari kvenna, oft með því að tala fyrir aukinni þátttöku kvenna í áætlanagerð, í þjónustu og viðbrögðum heilbrigðisþjónustunnar. En eru þau atriði sem konur vekja máls á yfirleitt tekin til athugunar þegar reynt er að stuðla að og bæta velferð? Hvað gerist þegar raddir kvenna og niðurstöður rannsókna stangast á? Í fyrirlestrinum beinir Dr. Burgess sjónum að þessum viðfangsefnum og byggir á reynslu sinni og störfum á sviði hnattrænnar geðheilsu í Suður-Afríku og á vinnu annarra gagnrýnna rannsakenda á sviði kynferðis og kyngervis í Suður-Afríku. Erindið endar á nokkrum spurningum fyrir sérfræðinga og leiðbeinendur til íhugunar í afskiptum þeirra af konum í jaðarsamfélögum, ekki síst í þróunarríkjum.

Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands og er öllum opinn!

Viðburðurinn er á Facebook!

Abstract:

When women speak: Searching for women’s voices within the global health industry

On Thursday 19 March Dr. Rochelle Burgess, PhD, at the Centre for Primary Health and Social Care, London Metropolitan University, and the Health, Community and Development Research Group at London School of Economics will give a public talk entitled „When women speak: Searching for women’s voices within the global health industry“. The lecture will be held at the National Museum, Lecture Hall, at 12:00-13:00.

Dr. Rochelle Burgess is a community health psychologist who specialises in global health inequalities. Her interests are placed at the interface between health concerns and broader social, governance and system related issues such as poverty, culture, race and ethnicity and community mobilisation (civil society). Her work focuses on three areas: Local realities of health systems and services; local experiences of global health policy and governance, and anthropological and ethnographic approaches to monitoring and evaluation of health settings. Her current research explores women’s mental health in South Africa. She has also worked in Uganda, Kenya, Swaziland and the United Kingdom, and is developing new projects in Malawi and Peru.

How may the health of the world’s women globally be best supported? Globally, women are more likely to experience poor health outcomes as a result of the intersecting and gendered experience of risks that permeate many global settings: political violence, social disadvantage, income inequity and sexual violence. Advocates for women’s rights and well-being work tirelessly to draw attention to women’s health outcome, often arguing for the increased presence of women in processes of planning, delivery and responses to health. But does this always mean that women’s voiced concerns inform our attempts to support an improve well-being? What happens when the voices of women and the voice of evidence contradict each other?  This public lecture explores some of these issues, drawing on Dr. Burgess’ work in the field of Global Mental Health in South Africa, and the work of other critical researchers in areas of Sexuality and Gender in South Africa. The talk concludes with a series of questions for practitioners and programme designers to consider in their engagement with women in marginalised communities, particularly within the global south.

The lecture is open for everyone.