• Alda Björk Valdimarsdóttir er M.A. í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Hún leggur stund á doktorsnám við sama skóla.
• Andrea Hjálmsdóttir útskrifaðist með BA gráðu í Nútímafræði og Samfélags- hagþróunarfræði frá Háskólanum á Akureyri í júní 2007. Hún stundar nú mastersnám í félagsfræði við University of British Columbia í Vancouver í Kanada.
• Andrea Ólafsdóttir er nemi í uppeldis- og menntunarfræði.
• Annadís Greta Rúdólfsdóttir er doktor í félagssálfræði frá London School of Economics and Political Science og er lektor í félagssálfræði við University of the West of England í Bristol. Hún hefur m.a. rannsakað kynjaðar myndir sjálfsins í minningargreinum, kvenímyndir fegurðarsamkeppna og skilgreiningar á móðurhlutverkinu og áhrif þess á sjálfsmynd ungra kvenna.
• Anna Sigríður Ólafsdóttir er doktor í næringarfræði og lektor við Kennaraháskóla Íslands. Hún hefur unnið að rannsóknum á mataræði, heilsu og lífsháttum, meðal annars með áherslu á konur á barneignaaldri.
• Annette Lassen er lektor í dönskum bókmenntum við Hugvísindadeild, HÍ. Hún er Ph.D. í fornnorrænum fræðum frá Kaupmannahafnarháskóla. Hún hefur skrifað bækur og greinar um norræna goðafræði og fornnorrænar bókmenntir og Danasögu Saxa en einnig hefur hún fengist við viðtökur fornnorrænna bókmennta á tímum danskrar rómantíkur.
• Arna H. Jónsdóttir er lektor á sviði leikskólafræði og stjórnunar við Kennaraháskóla Íslands. Er í rannsóknarhópi um kynjafræði í KHÍ og í doktorsnámi við Institute of Education, University of London.
• Arnfríður Guðmundsdóttir er dósent við guðfræðideild HÍ og hefur kennt við guðfræðideildina frá 1996. Hún lauk embættisprófi í guðfræði frá HÍ 1986 og stundaði framhaldsnám í guðfræði á árunum 1987 – 1996, við eftirtalda háskóla í Bandaríkjunum: University of Iowa, University of Chicago og Lutheran School of Theology at Chicago. Hún lauk doktorsprófi í guðfræði frá síðastnefnda háskólanum árið 1996. Arnfríður hefur skrifað fjölda greina, m.a. um kristsfræði, femíniska guðfræði, guðfræði og kvikmyndir og lútherska guðfræði.
• Ásdís R. Magnúsdóttir er dósent í frönsku, með doktorsgráðu í frönskum bókmenntum miðalda og endurreisnar. Fræðasvið hennar eru innan franskra bókmennta, þá einkum miðaldabókmennta, þjóðfræði og þýðinga.
• Björg Hjartardóttir er M.A. í kynjafræði (Gender & Ethnicity) frá Háskólanum í Utrecht, Hollandi. Fræðasvið hennar er innan hugvísinda í rannsóknum á menningarafurðum, ásamt þeim flóknu, efnahagslegu, pólitísku og sögulegu aðstæðum er þeim tengjast.
• Brynhildur Þórarinsdóttir er íslenskufræðingur og aðjúnkt við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Í rannsóknum sínum hefur hún skoðað barnabækur sem spegil samfélagsins og fjallað um samfélagsleg viðhorf sem birtast í nýlegum íslenskum barnabókum.
• Dagný Kristjánsdóttir er Dr. Phil. í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Doktorsritgerð hennar fjallaði um bækur Ragnheiðar Jónsdóttur fyrir fullorðna út frá sjónarhóli femínískra fræða og sálgreiningar, aðallega melankólíukenninga. Dagný hefur skrifað bækur og greinar um kynjafræði, hinsegin fræði og barna- og unglingabókmenntir.
• Drude Dahlerup graduated from Aarhus University in Denmark, and has since 1998 been professor of political science at Stockholm University. She has published extensively on women in politics, social movements and feminist theory, e.g. The Redstockings. The Development, Newthinking and Impact of the Danish Redstocking Movement 1970-1985, vol I-II. Gyldendal 1998 (in Danish). Editor of The New Women’s Movement. Feminism and Political Power in Europe and the USA. Sage 1986. Her latest book Women, Quotas and Politics, ed., Routledge 2006 is the first global study of the new trend to use gender quotas in politics. See the website www.quotaproject.org (with International Idea) and www.statsvet.su.se/quotas
• Erla Dóris Halldórsdóttir lauk M.A.-prófi í sagnfræði árið 2000 og leggur nú stund á doktorsnám í sagnfræði við Háskóla Íslands. Doktorsritgerð hennar fjallar um aðkomu karla að einni rótgrónustu kvennastétt hér á landi, ljósmæðrastétt.
• Erla Hulda Halldórsdóttir lauk M.A.-prófi í sagnfræði árið 1996 og leggur nú stund á doktorsnám í sama fagi. Rannsóknir hennar hafa verið á sviði kvennasögu og rannsókn hennar til doktorsprófs ber yfirskriftina „Mótun kyngervis á Íslandi 1850-1920.“
• Guðbjörg Hildur Kolbeins, doktor í fjölmiðlafræði frá University of Wisconsin-Madison. Stundakennari í fjölmiðlafræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Fræðasvið: Notkun fólks, sérstaklega barna og unglinga, á fjölmiðlum og áhrif fjölmiðla.
• Guðbjörg Lilja Hjartardóttir, BA (hons) í alþjóðastjórnmálum og MA í stjórnmálafræði frá Háskólanum í Cincinnati, Ohio, doktorsnemi í kynjafræði í Háskóla Íslands og stundakennari við félagsvísindadeild Háskóla Íslands.
• Guðbjörg Linda Rafnsdóttir er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hún lauk BA prófi í félags- og uppeldisfræði frá HÍ og síðar MA og doktorsprófi (1995) í félags- og kynjafræðum frá háskólanum í Lundi, Svíþjóð. Rannsóknir Guðbjargar Lindu hafa undanfarin ár snúið að mestu að málefnum atvinnulífs og vinnutengdrar heilsu.
• Dr. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir er dósent í náms- og starfsráðgjöf við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hún hefur m.a. rannsakað kynjamun í hugsun ungs fólks um störf í samfélaginu. Þá hefur hún skoðað hugsun um störf út frá fleiri félagslegum breytum þ.á.m. habitus eða félagslegum veruhætti. Í rannsóknum sínum hefur hún einnig skoðað árangur af fræðslu og ráðgjöf um nám og störf.
• Guðni Elísson er dósent í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands.
• Guðný Guðbjörnsdóttir er prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur nýlega sent frá sér bókina Menntun, forysta og kynferði, sem er greinasafn um rannsóknir hennar á sviðinu.
• Gunnþórunn Guðmundsdóttir er með doktorsgráðu í samanburðarbókmenntum frá Lundúnaháskóla og er lektor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands.
• Gyða Margrét Pétursdóttir félags- og kynjafræðingur, doktorsnemi og stundakennari við Háskóla Íslands, bréfberi í símaskránni og femínisti af lífi og sál.
• Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla og er prófessor í stjórnmálafræði í Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur gefið út fjölmargar bækur um stjórnmál, heimspeki, efnahagsmál og sögu og tekur kjör kvenna meðal annars til rannsóknar í bókinni Hádegisverðurinn er ekki ókeypis (1997).
• Helgi Skúli Kjartansson, cand.mag. í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1976, kennari (nú prófessor) við Kennaraháskóla Íslands frá 1985. Helsta rannsóknarsvið: íslenskt félags- og stjórnmálasaga á 19. og 20. öld; hefur einnig fengist við íslensk miðaldafræði.
• Herdís Sveinsdóttir prófessor, hjúkrunarfræðideild og forstöðumaður fræðasviðs skurðhjúkrunar á LSH.
• Hjálmar G. Sigmarsson er mannfræðingur og femínisti.
• Hlynur Helgason er myndlistarmaður og kennari í nýmiðlafræðum og – heimspeki við Borgarholtsskóla og Listaháskóla Íslands. Hann er með MA gráðu frá Goldsmith’s College, London, og er í PhD námi í Communication & Media við European Graduate School.
• Hugrún R. Hjaltadóttir er með B.A. próf í mannfræði og kynjafræði frá Háskóla Íslands og mag. fil gráðu kynjafræði frá Háskólanum í Lundi. Hún starfar sem sérfæðingur hjá Jafnréttisstofu og hefur kennt kynjafræði við Háskólan á Akureyri.
• Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, sagnfræðingur og menntunarfræðingur, prófessor við kennaradeild Háskólans á Akureyri, í félagi við Martin Mills, University of Queensland og Bob Lingard, University of Edinburgh.
• Ingólfur V. Gíslason, félagsfræðingur. Sviðsstjóri hjá Jafnréttisstofu og aðjúnkt við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands.
• Ingunn Ásdísardóttir: Ég lauk BA frá HÍ í ensku og almennri bókmenntafræði 1981; MA í þjóðfræði 2005; Í millitíðinni lærði ég leikstjórn í Köln í Þýskalandi og starfaði við það í mörg ár. Enn fremur hef ég starfað við þýðingar til fjölda ára, þýtt bæði fræðirit af ýmsu tagi, skáldsögur og leikrit. Meðal þýðinga fræðirita má nefna Hugtök og heiti í norrænni goðafræði eftir Rudolf Simek, 3 binda ritröð um trúarbrögð: Goðsögur heimsins, Trúarbrögð heimsins og Jesús sögunnar, Kristur trúarinnar. Af skáldsögum og leikritum má t.d. nefna Orðabók Lempriéres eftir Lawrence Norfolk, Konungsfórn og Tarfur af hafi eftir Mary Renault, Píkusögur eftir Eve Ensler, Geitin eða hver er Sylvía eftir Edward Albee.
• Jóna Ingibjörg Jónsdóttir er hjúkrunar- og kynfræðingur að mennt og hefur jafnframt lokið tveggja ára námi í samtalsmeðferð (psykoterapi). Árið 2004 öðlaðist hún sérfræðivottun á sviði klinískrar kynfræði á vegum NACS (Nordic Association for Clinical Sexology). Hún vinnur sjálfsstætt á stofu og er jafnframt aðstoðarframkvæmdastjóri í einkareknu hjúkrunarfyrirtæki.
• Katrín Klara Þorleifsdóttir lauk BS prófi í hjúkrunarfræði vorið 2007.
• Kristín Ástgeirsdóttir er MA í sagnfræði og fjallaði MA-ritgerð hennar um Ingibjörgu H. Bjarnason og íslenska kvennahreyfingu 1915-1930. Hún birti nýlega grein í Sögu (2:2005) um áhrif kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Kristín er nú framkvæmdastýra Jafnréttisstofu og doktorsnemi í sagnfræði.
• Kristín Guðrún Jónsdóttir hefur starfað við spænskudeild Háskóla Íslands með hléum frá 1987. Er nú aðjúnkt við deildina. Stundaði nám í spænskum og rómönsk-amerískum fræðum á Spáni, Mexíkó og Púertó Ríkó. Lauk doktorsprófi frá Arizona State University 2004; doktorsritgerð hennar fjallar um bókmenntir og alþýðutrú á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Rannsóknar- og áhugasvið: Alþýðudýrlingar Rómönsku Ameríku. Landamærabókmenntir. Smásagan í Rómönsku Ameríku. Áhrif goðsagna í landvinningum Spánverja í Ameríku.
• Marion Lerner er menningarfræðingur frá Humboldt-háskóla í Berlín (M.A. 1998) og þýðingafræðingur frá Háskóla Íslands (M.A. 2005). Um þessar mundir er hún í doktorsnámi í menningarfræði. Verkefni hennar fjallar um stofnun ferðafélaga á Íslandi snemma á 20. öld og hugmyndafræðina sem bjó þar að baki. Jafnframt er hún stundakennari í þýðingafræði við HÍ.
• Paola Cardenas útskrifaðist með BA gráðu í sálfræði frá Suffolk University í Boston árið 2001. Hún útskrifaðist sem sálfræðingur með Cand.psych. gráðu frá Háskóla Íslands árið 2007. Paola starfar nú sem verkefnisstjóri í málefnum innflytjenda og barna- og ungmennastarfs hjá Rauða krossi Íslands.
• Rannveig Traustadóttir er prófessor við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi í fötlunarfræðum og kvennafræðum frá Syracuse University í Bandaríkjunum 1992. Hún hefur starfað við félagsvísindadeild HÍ frá árinu 1993 þar sem hún hefur kennt kvenna- og kynjafræði, fötlunarfræði, hinsegin fræði, fjölmenningarleg fræði og eigindlega aðferðafræði. Rannsóknir Rannveigar fjalla um margbreytileika og minnihlutahópa, meðal annars hvernig þættir svo sem kyn, fötlun, þjóðerni, kynhneigð og stétt samtvinnast og leiða til mismununar í lífi fólks.
• Sigríður Einarsdóttir lauk prófi í sérkennslu frá Kennaraháskólanum í Gautaborg, fil.cand. prófi í mannfræði frá Gautaborgarháskóla og MA – prófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur m.a. starfað sem sérkennari í grunnskólum og stundakennari í HÍ og KHÍ og starfar nú sem verkefnastjóri hjá Símenntun Rannsóknir Ráðgjöf við Kennaraháskóla Íslands.
• Sigríður Þorgeirsdóttir er dósent í heimspeki við Háskóla Íslands. Hún er sérfræðingur í heimspeki Nietzsche, femínískri heimspeki og líf/náttúruheimspeki.
• Sigrún Sigurðardóttir, fædd og uppalin á Ísafirði, stúdentspróf frá Menntaskólanum Ísafirði 1988, Lögreglumannspróf frá Lögregluskóla Ríkisins 1993, hjúkrunarfæðipróf frá Háskólanum á Akureyri 2001, Mastersgráða í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri 2007, mastersrannsóknin var um kynferðislega misnotkun og önnur sálræn áföll í æsku og áhrif þeirra á heilsufar og líðan kvenna. Starfar nú sem hjúkrunarforstjóri á Hornbrekku á Ólafsfirði.
• Soffía Auður Birgisdóttir er bókmenntafræðingur. Hún er aðjúnkt við íslenskudeild Háskóla Íslands í hálfu starfi og verkefnastjóri hjá Háskólasetrinu á Höfn Hornafirði í hálfu starfi.
• Sólveig Anna Bóasdóttir, dr. teol. Sjálfstætt starfandi fræðimaður við ReykjavíkurAkademíuna og stundakennari við Guðfræðideild H.Í. Fræðasvið: guðfræðileg siðfræði, femínísk siðfræði og kynlífssiðfræði.
• Svanur Kristjánsson, f.1947. Prófessor í stjórnmálafræði við H.Í.. B.A. próf frá Macalester College og doktorspróf frá Illinois-háskóla. Meginrannsóknarsvið: Lýðræðiskenningar. Þróun lýðræðis á Íslandi frá lokum 19. aldar til okkar daga.
• Steinunn Kristjánsdóttir. Fræðasvið hennar er fornleifafræði. Hún er lektor við Háskóla Íslands en er jafnframt stjórnandi fornleifarannsókna á rústum Skriðuklausturs í Fljótsdal. Lauk doktorsprófi frá Gautaborgarháskóla árið 2004.
• Tanja Tzoneva er fædd og uppalin í Búlgaríu. Hún flutti til Íslands árið 1994 til að nema íslensku og hefur búið hér á landi síðan. Hún lauk BA prófi í íslensku sem erlendu tungumáli frá Háskóla Íslands 1997 og MA prófi í uppeldis- og menntunarfræði frá sama skóla 2006. Í meistaranáminu lagði Tanja áherslu á fjölmenningarleg fræði og hefur haldið nokkra fyrirlestra um þau efni. Tanja er löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur milli íslensku og búlgörsku. Hún starfar hjá Actavis sem verkefnastjóri á Skráningarsviði.
• Úlfhildur Dagsdóttir (f. 1968) er m.a. í almennri bókmenntafræði frá háskóla íslands. Hún er bókaverja á borgarbókasafni reykjavíkur, sjálfsætt starfandi fræðikona í reykjavíkurakademíunni, rithöfundur og gagnrýnandi auk annars.
• Viðar Hreinsson er mag. art. í bókmenntafræði að mennt, starfar um þessar mundir sem framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar en bóndi í eðli sínu. Helstu rannsóknasvið eru íslensk bókmenntasaga, frásagnafræði fornsagna, 17. aldar bókmenntir, bók- og handritamenning bændasamfélagsins, vesturfarabókmenntir, Stephan G. Stephansson, sauðkindin í bókmenntum.
• Vífill Karlsson er hagfræðingur þar sem svæðahagfræði er sérsvið og auðlinda- og umhverfishagfræði annað sérsvið. Lauk fyrst norskri Cand. Mag. gráðu og síðar Cand. Polit. gráðu frá Háskólanum í Bergen. Er dósent við Háskólann í Bifröst, ráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi ásamt því að stunda doktorsnám við Háskóla Íslands í hagfræði (landsvæðanna).
• Þorgerður Þorvaldsdóttir, BA próf í sagnfræði frá HÍ 1995, MA próf í kynjafræðum frá The New School of Social Research, New York 1998. Stundar nú doktorsnám í félags- og kynjafræðum við Háskóla Íslands og er fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni. Heiti doktorsverkefnis Jafnréttisumræða á tímamótum: kyn og margbreytileiki.
• Þóra Kristín Þórsdóttir útskrifaðist með BA gráðu frá Háskóla Íslands haustið 2006 í bókmenntafræði og mannfræði. Hún mun útskrifast sem Msc í aðferðafræði félagsvísinda frá London School of Economics í desember á þessu ári. Hún starfar nú sem stundakennari í aðferðafræði við Háskóla Íslands.
• Þórdís Þórðardóttir er lektor í uppeldis- og menntunarfræði í Kennaraháskóla Íslands frá 2001. Í doktorsnámi við HÍ. Lauk M.Ed. frá KHÍ í samanburðaruppeldisfræði 2000. Menntun leikskólakennara í sjö skólum á Norðurlöndum Lauk B.A frá HÍ í uppeldis- og menntunarfræði frá HÍ 1993 Kynferði skiptir máli: Félagsmótun kynjanna í leikskólum. Lauk Diploma frá Social pædagogiske Højskole í København, 1989 Ny ungdom, Ziehs’ teorier. Kennsluréttindi frá HÍ, 1995. Er gamall leikskólakennari og kenndi í gamla Fósturskólanum áður en hann sameinaðist KHÍ frá 1995.
• Þóroddur Bjarnason er prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri. Hann hefur stundað rannsóknir á viðhorfum, líðan og hegðun unglinga frá árinu 1991.