Rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum verður fimmtudaginn 14. mars, kl. 12-13 í Norræna húsinu. Sif Einarsdóttir sálfræðingur flytur fyrirlesturinn Stuðla áhugakannanir að hefðbundnu starfsvali karla og kvenna? Athugun á kynbundinni skekkju í Áhugakönnun Strong.
Fjallað verður um hlutverk áhugakannanna í náms- og starfsráðgjöf og áhrif slíkra kannana á starfsval kvenna og karla. Greint frá niðurstöðum rannsóknar þar sem skoðaður var kynjamunur í svörum við Áhugakönnun Strong sem hefur verið notuð hérlendis til að leiðbeina ungu fólki við val á námi og störfum.