Sólveig Ólafsdóttir er fjórði fyrirlesari hádegisfyrirlestrarraðar RIKK – Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum á vormisseri 2024 en röðin er tileinkuð samtvinnun. Titill fyrirlestrarins er: „Staða Bíbíar í goggunarröðum lífsins. Samtvinnun margra ólíka þátta“. Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 12.00 fimmtudaginn 14. mars í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Í erindinu verður varpað ljósi á Bíbí í Berlín eða Bjargeyju Kristjánsdóttur (1927–1999) sem er viðfangsefni rannsóknarverkefnis sem Sólveig leggur nú lokahönd á. Bíbí í Berlín lét eftir sig einstakan arf í formi sjálfsævisögu, dagbóka, brúðusafns og bókasafns svo fátt eitt sé talið þrátt fyrir að hafa verið stimpluð „fáviti“ af fjölskyldu og safmélagi frá unga aldri. Í sjálfsævisögunni lýsti hún sjálf samfélagsstöðu sinni á mismundandi tímabilum lífsins. Í fyrirlestrinum verður sjálfsmynd Bíbíar greind út frá kenningum samtvinnunar og kerfisgreiningu yfirráða (e. matrix of domintaion).
Sólveig Ólafsdóttir er fyrrverandi framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar. Hún lauk doktorsprófi í sagnfræði árið 2022 og gegnir nú stöðu nýdoktors við Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands í rannsóknaverefninu Bíbí í Berlín. Með henni í verkefninu eru prófessorarnir Guðrún Valgerður Stefánsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon og byggir hún fyrirlesturinn á efni frá þeim þremur.
Frekari upplýsingar um fyrirlestrarröðina má finna á heimasíðu RIKK – rikk.hi.is – auk þess sem hægt er að skrá sig á tölvupóstlista RIKK hér. Upptaka af fyrirlestrinum verður gerð aðgengileg á heimasíðu RIKK og Youtube. Fyrirlestraröðin er haldin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.