Saga alnæmis í Norður Ameríku er oft tengt við samfélag samkynhneigðra karlmanna. Fyrirlestur Namaste fjallar um áhrif alnæmis á samfélag fólks frá Haítí, í Montreal í Kanada, og er sjónum beint að viðbrögðum kvenna í því samfélagi við alnæmisfaraldrinum þar í borg. Þegar viðbrögðin eru skoðuð má finna rými til að skoða gagnrýnum augum hvernig beri að virkja nærsamfélög í baráttunni við tiltekin heilbrigðis- og félagsleg vandamál og það mikilvæga hlutverk sem hjúkrunarfræðingar gegna í því sambandi.
Viviane Namaste er prófessor við Simone de Beauvoir Institute við Concordia-háskóla í Montreal í Kanada. Hún lauk meistaraprófi í félagsfræði og doktorsprófi í táknfræði frá Montreal-háskóla. Rannsóknir hennar beinast að heilsu, transfólki, kynhneigð og vændi. Femíníska tímaritið Hypatia telur rannsóknir hennar mjög mikilvægar þar sem hún „hefur algjöra yfirburði þegar kemur að því að ná athygli lesenda á jaðarsettasta transfólkið og greina hvernig mismunandi kerfi undirokunar virka saman.
Fyrirlesturinn er á ensku og er öllum opinn.
Finndu viðburðinn á Facebook!
Fyrirlestraröð RIKK/UNU-GEST á vormisseri 2018 er tileinkuð Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna en í ár eru 70 ár síðan hún var samþykkt. Mannréttindayfirlýsingin nær yfir grundvallarréttindi sem allir menn – karlar og konur – eiga tilkall til. Markmið fyrirlestraraðarinnar er að fjalla um þá þætti sem viðhalda kynjamismunun og ójafnrétti í ólíkum samfélögum og vekja athygli á gildi mannréttinda sem verkfæris til að takast á við viðvarandi kynjaójöfnuð. Hádegisfyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á vormisseri 2018 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.