2. febrúar flutti Salvör Jónsdóttir, skipulagsfræðingur og sviðsstjóri á Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar, fyrirlesturinn Skipulag fyrir menn, líka konur og börn.
Skipulagsmál hafa verið áberandi málaflokkur í umræðu hér á landi eins og annars staðar á vesturlöndum. Hér á landi fer hins vegar lítið fyrir umræðu um þátt kvenna í skipulagi og hvort við skipulag sé tekið tillit til þarfa kvenna og barna. Í spjallinu var fjallað um „kvennaskipulagsfræði“ og hverjar helstu áherslur fræðanna eru. Dæmi um rannsóknir voru nefndar og fjallað um hlut kvenna í skipulagsstörfum bæði hérlendis og erlendis.