Föstudaginn 11. febrúar 2022 undirrituðu Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, endurnýjaðan samstarfssamning Háskólans og Reykjavíkurborgar um jafnréttisrannsóknir. RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum mun hafa umsjón með framkvæmd samningsins fyrir hönd Háskóla Íslands en mannréttinda– og lýðræðisskrifstofa fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands hafa átt með sér samstarf á þessu sviði allt frá árinu 2000. Markmið samstarfsins er að stuðla að auknum jafnréttisrannsóknum og miðlun fræðilegrar þekkingar með áframhaldandi rannsóknum og fræðslu á sviði jafnréttisfræða. Sú starfsemi sem fer fram á vegum RIKK og í beinum tengslum við stofnunina ber því glöggt vitni að þessi samningur hefur haft mikil áhrif og stutt við nýsköpun bæði hvað varðar uppbygginu náms og rannsókna við Háskóla Íslands. Auk rektors og borgarstjóra voru viðstaddar undirritunina Ólöf Garðarsdóttir, forseti Hugvísindasviðs, Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður RIKK, og Elín Björk Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri RIKK.