(English below)
Marianna Fotaki heldur sjötta fyrirlestur vormisseris í fyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, fimmtudaginn 30. mars, kl. 12.00-13.00, í stofu 108 í Stapa við Hringbraut. Fyrirlestur hennar nefnist „Samstaða heimamanna með flóttamönnum – Sögulegt sjónarhorn á viðbrögð Grikkja“.
Marianna Fotaki er prófessor í viðskiptasiðfræði við Viðskiptaháskólann í Warwick (áður Viðskiptaháskólinn í Manchester). Hún er læknir og heilsuhagfræðingur og lauk doktorsprófi í stjórnsýslufræðum frá London School of Economics and Political Science. Áður en hún gekk til liðs við akademíuna starfaði hún sem læknir á Grikklandi, í Kína og á Bretlandi, og sem sjálfboðaliði og verkefnastjóri mannúðarsamtakanna Læknar án landamæra í Írak og Albaníu. Hún starfaði einnig fyrir Evrópusambandið sem ráðgjafi ríkisstjórna í Rússlandi, Georgíu og Armeníu á breytingatímabili landanna yfir í lýðræði. Rannsóknaráherslur hennar eru m.a. kyn og siðfræði margbreytileikans í stofnanaumhverfi.
Árið 2015 var yfir ein milljón manna á flótta undan stríði og ofsóknum, ásamt fjölda fólks sem var á flótta undan fátækt, og kom yfir landamæri Evrópu og straumurinn mun halda áfram á næstu árum. Þegar óttinn verður hluttekningunni yfirsterkari og Evrópubúar verða fyrir áhrifum orðræðunnar um kynþáttabundna ‚hinun‘ þar sem aðkomufólk er talið vera ógnun við þjóðaröryggi, -sjálfsmynd og velferðarkerfið, er mikilvægt að skilja hvernig hægt er að stuðla að samstöðu til að vinna gegn þessari þróun.
Þegar rýnt er í nauðungarfólksflutning á 20. öld má læra hvernig hægt er að nálgast þær áskoranir sem við blasa í tengslum við flóttafólk í dag. Þrátt fyrir fjölbreytileika aðstæðnanna eru ákveðnir þættir sem flóttafólk á sameiginlega: eignasviptingu er oft mætt af skeytingarleysi og afneitun þeirra sem eru í aðstöðu til að hjálpa en minningar um varnarleysi og aðlögun frammi fyrir andstöðu innfæddra geta hrundið af stað ótta og andúð gagnvart tilvonandi innflytjendum. Fotaki mun í fyrirlestrinum ræða um innleiðingu aðgerða, bæði stofnana og sjálfsprottinna aðgerða heimamanna, sem stuðla að samstöðu á völdum grískum eyjum þar sem margir heimamenn eru sjálfir afkomendur flóttamanna.
Fyrirlesturinn, sem haldinn er á ensku, er öllum opinn.
Finndu viðburðinn á Facebook!
Historical perspectives of local communities responses to refugees – the case of Greece and the Eastern Mediterranean
Prof. Marianna Fotaki gives the sixth lecture in the 2017 RIKK – Institute for Gender, Equality and Difference at the University of Iceland & UNU-GEST spring lecture series. Her lecture will be held on Thursday 30 March, from 12.00-13.00, in Stapi, hall 108, at Hringbraut 31.
Prof. Fotaki is a professor of business ethics at Warwick Business School (previously Manchester Business School), but Marianna also holds degrees in medicine, health economics, and a PhD in public policy from London School of Economics and Political Science. Before joining academia in 2003 she has worked as a medical doctor in Greece, China, and the UK, as a volunteer and manager for humanitarian organizations Médecins du Monde and Médecins sans Frontiers in Iraq and Albania, and as the EU senior resident adviser to governments in transition (in Russia, Georgia and Armenia). Her research interests are among others gender and ethics of diversity in organizations.
More than 1 million refugees fleeing war and persecution, along with some migrants escaping poverty, crossed the borders of Europe in 2015 with more expected to arrive in the years to come. As fear displaces compassion, and Europeans become influenced by a discourse of racialised ‘others’ posing a threat to national security, national identity and the stability of their welfare systems, understanding how solidarity initiatives arise is important for counteracting these developments.
A careful analysis of the events surrounding various instances of forced migration in the 20th century holds lessons for addressing the present challenges with the current refugees and forced migrants. Despite their diversity, there are crucial common elements in the refugee experience: dispossession is often met with indifference and rejection on the part of those who could help but memories of past vulnerability and integration in the face of adversity among the populations may offset fear and hostility towards the would-be immigrants. In the presentation, I will discuss how such initiatives emerge, what motivates solidarity responses in local communities and volunteers in selected Greek islands where many inhabitants are themselves descendants of refugees.
The lecture is in English, open to everyone and admission is free.
The event is on Facebook!