Flora Tietgen er annar fyrirlesari hádegisfyrirlestraraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á haustmisseri 2023 en röðin er tileinkuð afnýlenduvæðingu líkt og á vormisseri. Fyrirlestur Floru nefnist „Reproduction of Colonial Discourses in Institutional Practices. Exploring Services and Support for Immigrant Women in Iceland“ og verður haldinn kl. 12.00 fimmtudaginn 28. september í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

#MeToo-sögur kvenna af erlendum uppruna sem komu fram í #MeToo-hreyfingunni árið 2018 urðu kveikjan að þeirri rannsókn sem hér verður fjallað um. Þar kom fram bæði skortur á menningarnæmni og að viðbrögð við heimilisofbeldi voru oft ekki til fyrirmyndar þegar kom að stuðningi og þjónustu við innflytjendakonur. Unnið er upp úr tuttugu viðtölum við þjónustuveitendum innflytjendakvenna sem hafa upplifað ofbeldi, annað hvort í vinnu eða í nánu sambandi. Unnið er út frá kenningum um afnýlenduvæðingu í skoðun á því hvort þjónustuveitendur viðhaldi og endurframleiði skaðlegar orðræður. Litið er sérstaklega til valdatengsla þegar kemur að þjónustu við innflytjendakonur og hvernig bæta megi þjónustuna.

Sjá ágrip á ensku hér að neðan.

Flora Tietgen er doktorsnemi við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands. Hún starfar innan rannsóknaverkefnis um reynslu innflytjendakvenna á Íslandi af ofbeldi þar sem hún leggur sérstaka áherslu á heimilisofbeldi.

Frekari upplýsingar um fyrirlestraröðina má finna á heimasíðu RIKK – rikk.hi.is – og Facebook-síðu stofnunarinnar auk þess sem hægt er að skrá sig á tölvupóstlista RIKK hér. Upptaka af fyrirlestrinum verður gerð aðgengileg á heimasíðu RIKK og Youtube. Fyrirlestraröðin er haldin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.

 

According to the #MeToo stories of immigrant women in Iceland, published in 2018, their experiences with institutions that provide services and support for immigrants and/or women who experience intimate partner violence (IPV) are characterized by a lack of cultural sensitivity and appropriate responses to the women´s needs. Inspired by these stories, 20 semi-structure interviews were conducted with service providers and NGOs that work with immigrant women who have experienced violence – either at work or in intimate relationships. Drawing on postcolonial theories, the lecture analyses how service providers/NGOs in Iceland construct the needs of immigrant women which are often framed within the “rights” discourse by focusing specifically on the intersection of ethnic background, gender, and immigration. Furthermore, the lecture draws attention to how service providers and NGOs in Iceland construct unilateral knowledge on immigrant women which sustains and reproduces whiteness and coloniality. In other words, service providers and NGOs rarely incorporate postcolonial perspective into their institutional practices. With the aim to understand the working power in terms of service provision for immigrant women and how it reproduces colonial discourses, this critical examination of how services are provided and which shortcomings there are, has the potential to make suggestions for more culturally appropriate and decolonial services for all immigrant women.