(See English below)
Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands (RIKK) boðar til alþjóðlegrar ráðstefnu dagana 4.–5. nóvember 2011 við Háskóla Íslands. Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér (.pdf).
Ráðstefnan í ár skiptist í 20 málstofur með þátttöku fræðimanna af ólíkum fræðasviðum. Athygli er vakin á sérstakri öndvegismálstofu til minningar um framlag kvenna til stofnunar Háskóla Íslands og í tilefni af aldarafmæli laga um rétt kvenna til náms og embætta. Í málstofunni verður leitað svara við spurningunni: Hverju hefur menntun kvenna skilað? Málstofan er haldin í samstarfi við Kvennasögusafnið og Jafnréttisstofu.
Lykilfyrirlesarar á ráðstefnunni eru:
- Cynthia Enloe, stjórnmálafræðingur og prófessor við Clark-háskóla í Bandaríkjunum: The Strauss-Kahn Affair: The Cultures and Structures of Masculinity
Enloe er heimsþekkt fyrir femíníska greiningu sína á hervæðingu, stríðum, stjórnmálum og hnattvæðingu efnahagskerfa og hefur stundað rannsóknir í Írak, Afganistan, Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan, Filippseyjum, Kanada, Chile og Tyrklandi. - Joni Seager, prófessor í hnattrænum fræðum við Bentley-háskóla í Boston: Death by Degrees: Making Feminist Sense of the 2° Climate Change Target. Seager stundar femínískar rannsóknir á sviði landfræði, alþjóða- og umhverfismála. Hún er afkastamikil fræðikona og hefur birt fjölda greina og bóka. Meðal bóka hennar er The Penguin Atlas of Women in the World sem hefur fengið mjög góða dóma og unnið til verðlauna. Hún hefur einnig starfað sem ráðgjafi hjá Sameinuðu þjóðunum og unnið þar að verkefnum er varða umhverfismál og stefnumótun í vatnsmálum.
- Beverley Skeggs, prófessor í félagsfræði við Goldsmiths, London-háskóla:Rethinking Respectability: the moral economy of person value? Skeggs er höfundur bókanna Formations of Class and Gender: Becoming Respectable, Class, Self, Culture og Feminism after Bourdieu. Hún hefur fært rök fyrir mikilvægi stéttar í mótun kynjaðra sjálfsmynda og því gildi sem einstaklingum er gefið í samtímamenningu.
Alþjóðleg ráðstefna RIKK er fimmta stóra ráðstefnan um kvenna- og kynjarannsóknir sem fer fram við Háskóla Íslands, en hún er haldin í tilefni af 20 ára afmæli stofnunarinnar og 100 ára afmæli Háskólans. Ráðstefnan fer fram í framhaldi af alþjóðlegu ráðstefnunni Líkamar í krísu sem er haldin við Háskóla Íslands dagana 2.-4. nóvember.
Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Reykjavíkurborg, umhverfisráðuneytið, Jafnréttisstofu, Kvennasögusafnið, Alþjóðamálastofnun, Stofnun Sæmundar fróða, EDDU – öndvegissetur og Alþjóðlegan jafnréttisskóla við Háskóla Íslands.
Ráðstefnan er opin öllum án endurgjalds.
—–
International Conference: Strands and Plaits – Culture, Society and Environment
The Centre for Women’s and Gender Research (RIKK) at the University of Iceland will host an International Conference on 4-5 November 2011. Click here to see the Conference Programme (.pdf).
The conference is organized into 20 seminars with the participation of scholars from a wide variety of academic disciplines. The conference will include a special focus on gender and the environment; gender and the economic crisis; gender and security; gender, culture and the arts.
Keynote speakers are the following:
- Cynthia Enloe, Research Professor at the Department of International Development, Community and Environment, and Women’s Studies at Clark University: The Strauss-Kahn Affair: The Cultures and Structures of Masculinity
- Joni Seager, Professor of Global Studies at Bentley University: Death by Degrees: Making Feminist Sense of the 2° Climate Change Target
- Beverley Skeggs, Professor of Sociology at Goldsmiths, University of London: Rethinking Respectability: the moral economy of person value?
RIKK’s Anniversary Conference is the fifth conference on women’s and gender research to be convened at the University of Iceland and is held to celebrate RIKK’s 20th anniversary and the University’s centennial. The first conference was organized in 1985 by a group of feminist academics working in the field of women’s research in Iceland. They later went on to found the Center for Women’s Research (now RIKK) at the University in 1991. The conference this year is held in conjunction with the International Conference Bodies in Crisis, at the University of Iceland 2-4 November 2011.
The conference is hosted in collaboration with The City of Reykjavík, The Ministry of the Environment, The Center for Equality, Women’s History Archives, Institute of International Affairs, Institute for Sustainable Development, EDDA – Center of Excellence and the Gender Equality Studies and Training Programme at the University of Iceland.
The conference is open and free of charge.