Þann 25. janúar flytur Sigurður Guðmundsson, myndlistarmaður og rithöfundur, fyrirlesturinn Ósýnilega konan. Sigurður mun m.a. rabba út frá skáldsögu sinni Ósýnilega konan: SG-tríóið leikur og syngur sem kom út á síðasta ári og er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Ósýnilega konan þykir nýstárleg bók á íslenska vísu, ekki síst vegna þess að höfundur í verkinu hefur þrískipt kyngervi; raddir karlsins, konunnar og hylkisins takast fjörlega á í bókinni en mikilvægi hvers þáttar fyrir líf og list höfundar er greinilegt. Þátttakendum í rabbinu gefst hér með tækifæri til að spyrja höfundinn t.d. um „ósýnilegu konuna“, hugmyndafræði og list og hugsanlegt meginmarkmið bókarinnar sem felst í eins konar „kínverskri kyngreiningu“