Ann-Sofie N. Gremaud er áttundi fyrirlesari hádegisfyrirlestraraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á vormisseri 2023 en röðin er tileinkuð afnýlenduvæðingu. Fyrirlesturinn nefnist „New Questions to Old Emotions. Celebrating Icelandic Independence in 2018“ og verður haldinn kl. 12.00 fimmtudaginn 4. maí í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Fyrirlesturinn er sá síðasti á misserinu en fyrirlestraröð haustmisseris heldur áfram með sama þema.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um aldarafmæli fullveldis Íslands 2018 og orðræður nýlenduvæðingar og afnýlenduvæðingar í samskiptum fulltrúa Íslands og Danmerkur við það tilefni. Einnig verður fjallað um listaverk sem tengjast hátíðinni, bæði þau sem voru á opinberri dagskrá og þau sem sett voru fram sem gjörningar eða mótmæli við hana.

Ágrip á ensku má finna hér að neðan.

Ann-Sofie N. Gremaud er dósent í dönsku við Háskóla Íslands. Hún er með doktorsgráðu frá Kaupmannahafnarháskóla og hefur birt greinar um íslenska nútímalist og pólitík sem og samband Íslands og Danmerkur.

Frekari upplýsingar um fyrirlestraröðina má finna á heimasíðu RIKK – rikk.hi.is – og Facebook-síðu stofnunarinnar auk þess sem hægt er að skrá sig á tölvupóstlista RIKK hér. Upptaka af fyrirlestrinum verður gerð aðgengileg á heimasíðu RIKK og Youtube. Fyrirlestraröðin er haldin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.

 

In the lecture, Ann-Sofie Gremaud seeks to shed light on markings of Icelandic independence from Denmark on the occasion of the centenary in 2018 as well as some of the principal activities in Iceland that year. Central elements such as the event at Þingvellir, the exhibition Lífsblómið and the joint Icelandic-Greenlandic anniversary edition of the paper Sermitsiaq showed how discourses about nation building, imperial formation, and scrutinization of Icelandic democracy are intertwined. The lecture includes an analysis of the emotionality as well as the colonial and postcolonial positions and scripts of the debate between a Danish and an Icelandic MP following the Þingvellir celebration. The lecture will also cover some of the artworks that were included as key elements in the official programme and some of those that became part of it through protests and performances. These artworks exposed overlappings of issues of cultural intimacy, sovereignty, discrimination, imperial formation, and democracy. These processes all took (and take) place in a discursive space that includes imperial debris, the celebration of 2018 as a reconfirmation of 1918 as a Stunde Null: a new reality as an independent nation, but also as critique of fundamental flaws in the democratic tissue of the state formation process.