Nafnlausi femínistinn: Atbeini, áföll og mennska í #MeToo-hreyfingunni

Dr. Giti Chandra

(English below)

Dr. Giti Chandra er fyrsti fyrirlesari fyrirlestraraðar RIKK á haustmisseri 2018 og nefnist fyrirlestur hennar „Nafnlausi femínistinn: Atbeini, áföll og mennska í #MeToo-hreyfingunni“. Fyrirlesturinn er fluttur fimmtudaginn 6. september, frá kl. 12.00-13.00, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Einn umdeildasti þáttur MeToo-hreyfingarinnar er birting á nafnalistum gerenda. Það fólk sem bætt hefur nöfnum á listana hefur oft kosið að koma ekki fram undir nafni. Ýmist er litið á að þessir nafnlausu aðilar séu veikgeðja og illgjarnir sem skýli sér á bak við nafnleysi í þeim tilgangi að hefna sín á þeim gerendunum sem nefndir eru eða að um sé að ræða veikgeðja, andlitslausa einstaklinga sem fastir eru í fórnarlambshlutverkinu.

Fyrirlesturinn setur þessa umræðu í samhengi við áfallafræði og skoðar hvaða áhrif hún hefur á hugmyndina um atbeina og fórnarlamb og býður upp á aðra, femíníska leið án aðgreiningar, til að hugsa um nafnleysi og mennsku.

Dr. Giti Chandra er starfandi fræðimaður hjá Jafnréttisskóla Háskóla SÞ (UNU-GEST) og kennir við Háskóla Íslands. Hún var áður dósent við enskudeild St Stephen’s College í Delhi á Indlandi og kennari við Rutgers University, New Jersey í Bandaríkjunum, þar sem hún lauk doktorsverkefni sínu um konur og ofbeldi.

Dr. Chandra er höfundur bókarinnar “Narrating Violence, Constructing Collective Identities: To witness these wrongs unspeakable” (Macmillan UK/US: 2009) og vinnur nú að bókinni “In Visible Texts: Hidden and Spectacularised Violence in Colonial India and Africa” og þá er hún annar ritstjóra greinaheftis um MeToo-hreyfinguna sem RIKK gefur út. Dr Chandra var formaður kærunefndar um kynferðislega áreitni við St. Stephen’s College, ráðgjafi jafnréttisnefndar og óháður sérfræðingur kærunefndar um kynferðisáreitni við Indian Institute of Mass Communication.

Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Finndu viðburðinn á Facebook!

Myndbandsupptaka af fyrirlestrinum:

***

Fyrirlestraröð RIKK á haustmisseri 2018 er tileinkuð byltingu kvenna gegn áreitni og ofbeldi og þeim viðbrögðum, rannsóknum og aðgerðum sem af henni hafa hlotist og verður leitast við að rýna í ástæður, eðli og afleiðingar #metoo-byltingarinnar frá margvíslegum sjónarhornum.

Hádegisfyrirlestraröð RIKK á haustmisseri 2018 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands. Fyrirlesturinn er á ensku og er öllum opinn.

_________________________________________

The Anonymous Feminist: Agency, Trauma, and Personhood in the #MeToo Movement

Dr. Giti Chandra is the first lecturer in the RIKK – Institute for Gender, Equality and Difference 2018 autumn term lecture series. Her lecture is titled: “The Anonymous Feminist: Agency, Trauma, and Personhood in the #MeToo Movement” and will take place on Thursday, 6 September, from 12.00-13.00, at the National Museum of Iceland lecture hall.

One of the more controversial aspects of the MeToo movement has been the production of lists naming perpetrators. The people contributing to these lists have as often preferred to remain anonymous as not. These unnamed people are seen either as weak and malicious, hiding behind their anonymity in order to wage vendettas against the named perpetrators, or as weak and faceless, defined by and forever trapped in their victimhood. Contextualising this discussion within trauma studies, this presentation will look at the implications of this anonymity for notions of agency and victimhood, and offer alternative, more inclusively feminist, ways of thinking of anonymity and personhood.

Dr. Giti Chandra is currently an Affiliated Scholar, UNU-GEST, teaching in the University of Iceland. She has been Associate Professor at the Dept. of English, St Stephen’s College, Delhi. She has taught in and been a fellow at Rutgers University, New Jersey, from where she did her Doctoral work on Women and Violence. She is the author of “Narrating Violence, Constructing Collective Identities: To witness these wrongs unspeakable” (Macmillan UK/US: 2009). Her current works in progress include a book length study titled “In Visible Texts: Hidden and Spectacularised Violence in Colonial India and Africa” and an edited volume on the MeToo movement. Dr Chandra has served as Chairperson of the College Complaints Committee Against Sexual Harassment in St Stephen’s College, Adviser to the Gender Sensitization Committee, and as the External Expert on the Sexual Harassment Complaints Committee at the Indian Institute of Mass Communication.

The lecture is in English, open to everyone and admission is free.

The event is on Facebook!

***

The RIKK lecture series during the autumn term 2018 is dedicated to women’s revolution against harassment and violence, and the attending responses, research and activism, in an endeavor to analyze the incentives, nature and consequences of the MeToo movement from different viewpoints.

RIKK lecture series in the autumn semester 2018 is held in collaboration with The National Museum of Iceland.