Miðvikudaginn 7. september kl. 14.00 – 16.00 standa Heilbrigðisvísindasvið og Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands fyrir málþinginu „Er konum mismunað innan vísindasamfélagsins?“ Málþingið verður haldið í sal Þjóðminjasafnsins og fer fram á ensku.
Tilefni málþingsins er heimsókn dr. Molly Carnes til Íslands, en hún hefur unnið að rannsóknum á því hvernig fjölga megi konum í leiðtogastöðum innan læknisfræða, verk- og raunvísinda. Á málþinginu verður fjallað um hvort, og þá hvernig, konum er mismunað innan vísindasamfélagsins. Farið verður yfir niðurstöður rannsókna á hæfnismati og vinnuframlagi karla og kvenna og kynntar aðferðir til að sporna við kynjamismunun við ráðningar. Einnig verður greint frá stöðu kynjanna innan hinna ýmsu vísindagreina við Háskóla Íslands og upplifunum nemenda af námsumhverfi sínu.
Dagskrá:
Fundarstjórn: Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands
14.10 – 14.40
Molly Carnes, prófessor í læknis- og iðnaðarverkfræði við Wisconsin-háskóla í Bandaríkjunum
Breaking the Prejudice Habit through Bias Literacy
14.45 – 15.00
Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor vísinda og kennslu við Háskóla Íslands
Academic Appointments at the University of Iceland 2007-2009
15.05 – 15.15
Bryndís Benediktsdóttir, dósent við læknadeild Háskóla Íslands
Women‘s Career Advancement at the Faculty of Medicine at the University of Iceland
15.20 – 15.30
Þuríður Ósk Sigurjónsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Mími – Símenntun
Career Pathways of Women choosing Male Dominated Majors and Experience of Departmental Climate at the University of Iceland
15.30 – 16.00
Pallborðsumræður með fyrirlesurum auk Lilju Sigrúnar Jónsdóttur, formanns Félags kvenna í læknastétt á Íslandi, og Sveinbjargar Sveinsdóttur, fulltrúa Kvennanefndar Verkfræðingafélags Íslands (KVFÍ).
Nánar um dr. Molly Carnes:
Molly Carnes er prófessor í læknis- og geðlæknisfræðum og iðnaðarverkfræði við Wisconsin-háskóla í Bandaríkjunum. Hún hefur einbeitt sér að rannsóknum á stöðu kynjanna á sviði læknisfræði og verk- og raunvísinda ásamt því að vinna að ýmsum frumkvöðlaverkefnum. Hún er forstöðumaður rannsóknastofunnar Center for Women’s Health Research og meðstjórnandi stofnunarinnar Women in Science and Engineering Leadership Institute (WISELI) við Wisconsin-háskóla. Carnes hefur vakið athygli fyrir árangursríka aðferðafræði og útfærslu á leiðum til að tryggja jafnrétti og sporna við fordómum í ráðningarferlum. Hún hefur birt fjölda greina í vísindaritum og fengið margvíslega viðurkenningu fyrir störf sín í þágu kvenna. Árið 2010 hlaut hún t.d. verðlaunin Pathfinder Award to Promote Scientific Workforce Diversity. Nánari upplýsingar um dr. Molly Carnes má nálgast með því að smella hér.
—————
Do Women Face Bias in Academic Science Careers?
On Wednesday 7 September, the School of Health Sciences and the Centre for Women‘s and Gender Research at the University of Iceland will host a symposium titled „Do Women Face Bias in Academic Science Careers?“ The symposium will take place at the National Museum at 2-4pm.
The symposium is held on the occasion of Dr. Molly Carnes’ visit to Iceland but she has worked extensively to increase the participation and advancement of women in academic medicine, science, and engineering. Speakers will discuss if and how women still face biases within the academic science community and how it is possible to fulfil the potential of women within the sciences. A large body of research shows the existence of cognitive distortions in the way we „see“ men and women’s work, but strategies have also been developed to counter these. Speakers will further discuss these issues in the context of the University of Iceland, focusing on hiring processes for academic positions as well as the experiences of students within academic departments.
Programme:
Chair: Kristín Vala Ragnarsdóttir, Dean of the School of Engineering and Natural Sciences at the University of Iceland
14.10 – 14.40
Molly Carnes, Professor of Medicine, Psychiatry, and Industrial & Systems Engineering at UW-Madison
Breaking the Prejudice Habit through Bias Literacy
14.45 – 15.00
Jón Atli Benediktsson, Pro-Rector of Academic Affairs at the University of Iceland
Academic Appointments at the University of Iceland 2007-2009
15.05 – 15.15
Bryndís Benediktsdóttir, Associate Professor at the Faculty of Medicine at the University of Iceland
Women‘s Career Advancement at the Faculty of Medicine at the University of Iceland
15.20 – 15.30
Þuríður Ósk Sigurjónsdóttir, Career Counsellor at Mímir – Símenntun
Career Pathways of Women choosing Male Dominated Majors and Experience of Departmental Climate at the University of Iceland
15.30 – 16.00
Panel discussions with speakers and Lilja Sigrún Jónsdóttir, chair of the Icelandic Medical Women’s Association, and Sveinbjörg Sveinsdóttir, representative of the Women’s Committee of the Icelandic Association of Engineers.
About Dr. Molly Carnes:
Carnes is a Professor of Medicine, Psychiatry, and Industrial & Systems Engineering at UW-Madison. She directs the Center for Women’s Health Research in the School of Medicine and Public Health and co-directs the Women in Science and Engineering Leadership Institute in the College of Engineering. Her research focuses on increasing the participation and advancement of women in academic medicine, science, and engineering. She has published over 100 peer-reviewed scientific publications and has received a number of awards recognizing the impact of her work on women. In 2010, Dr. Carnes was one of 6 recipients of a Pathfinder Award to Promote Scientific Workforce Diversity from the NIH Director’s Office. Please find more information on Dr. Molly Carnes by clicking here.