Föstudaginn 22. nóvember verður haldið málþing í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar norskra kvenna. Málþingið fer fram í Norræna húsinu frá kl. 15:00-18:00.
Framsögumenn verða Ingvild Næss Stub, aðstoðarutanríkisráðherra Noregs, Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, Anna Krogstad, prófessor UiO og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. Fundarstjóri verður Dag Wernø Holter, sendiherra Noregs á Íslandi.
Pallborðsþátttakendur verða Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, Árni Páll Árnason alþingismaður, Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, Rósa Erlingsdóttir, sérfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor við HÍ.
Málþingið fer fram á ensku og er öllum opið. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Norska sendiráðið í Reykjavík stendur að málþinginu í samstarfi við Miðstöð margbreytileika og kynjarannsókna (MARK) og Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) við Háskóla Íslands.