Markmið rannsóknarinnar er að skoða ólíka þætti er varða verkaskiptingu kynjanna á heimilum í tengslum við fjármálakreppuna. Þeir þættir er verða skoðaðir sérstaklega eru til að mynda launuð vinna, heimilisstörf og umönnun barna/sjúkra. Annars vegar verður skoðað kannað hvort viðhorf Íslendinga til hlutverka kynjanna hafi tekið breytingum eftir hrun fjármálakerfisins og hins vegar verður skoðað hvort verkaskipting kynjanna hafi breyst eftir hrun fjármálakerfisins.
Þóra Kristín Þórsdóttir, doktorsnemi, vinnur rannsóknina en RIKK fékk styrk frá EDDU – öndvegissetri til að fjármagna hana. Á heimasíðu EDDU – öndvegisseturs má lesa nánar um doktorsrannsóknir Þóru Kristínar. Stefnt er á að niðurstöður liggi fyrir í byrjun árs 2012.