Kynjað sjónarhorn frá Kúveit

(English below)

The Hidden Light of Objects eftir Mai Al-Habib

The Hidden Light of Objects eftir Mai Al-Nakib

Annar fyrirlestur vormisseris í hádegisfyrirlestraröð RIKK verður fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins föstudaginn 29. janúar kl. 12. Fyrirlesari er Mai Al-Nakib, rithöfundur og dósent í ensku og almennri bókmenntafræði við Kúveit-háskóla.  Rannsóknir hennar fjalla um fjölbreytt viðfangsefni er varða menningarpólitík í Mið-Austurlöndum – frá arabískum femínisma til siðferðislegra spurninga um Palestínumenn í Kúveit. Smásagnasafn hennar, The Hidden Light of Objects, rekur hulin augnablik í lífi þeirra sem búa á svæði sem gegnsýrt er af landfræðipólitík. Bókin hlaut fyrstu verðlaun á alþjóðlegu bókmenntahátíðinni í Edinborg árið 2014.

Í erindi sínu rekur Al-Nakib hvernig söguleg heimsborgarahyggja í Kúveit haft áhrif á stöðu og líf kvenna í landinu. Þegar fjallað er um stöðu kvenna í Kúveit er þeim, eins og landinu sjálfu, spyrt við nærliggjandi lönd, þá sérstaklega Sádi-Arabíu. Kúveit á sér hins vegar sérstaka sögu um alþjóðasamskipti sem hefur haft áhrif á stjórnmála- og efnahagslega þróun sem á sama tíma hefur haft áhrif á stöðu kvenna. Mai Al-Nakib segir sögu þessarar sögulegu heimsborgarahyggju í Kúveit sem andsvar við takmarkaðari viðhorfum sem fóru að vinna sér fylgi í landinu eftir 1991. Hvað er það sem veldur minnisleysi þjóðarinnar um heimsborgaralega fortíð landsins og hvaða áhrif hefur þessi gleymska á líf kvenna? Þessi atriði verða rædd í samhengi við smásögusafn hennar, The Hidden Light of Objects.

Fyrirlesturinn er fluttur á ensku, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Viðburðurinn er á Facebook!

ENGLISH:

Gender Specifics: A Hidden View from Kuwait

RIKK’s second lecture this semester will be given 29 January at 12 o’clock in The National Museum’s lecture hall.

The lecturer is Mai Al-Nakib (PhD, Brown University), Associate Professor of English and Comparative Literature at Kuwait University. Her research addresses a wide range of issues linked to cultural politics in the Middle East—from Arab feminisms to the ethical question of Palestinians in Kuwait. Her collection of short stories, The Hidden Light of Objects (Bloomsbury), traces overlooked moments in the lives of those who reside in a region often overwhelmed by geopolitics. The Hidden Light of Objects won the Edinburgh International Book Festival’s First Book Award in 2014, the first short story collection to win the award. She is currently writing her first novel.

How has Kuwait’s historical cosmopolitanism affected the status and lives of women in the country?

Much like Kuwait itself, the status of Kuwaiti women is often lumped together with that of women in neighbouring countries—Saudi Arabia most especially. But Kuwait has a distinct cosmopolitan history that has affected its political and economic development and, coextensively, the role and position of women. Mai Al-Nakib presents this historical cosmopolitanism in Kuwait as a counter to more recent and limited views, which began to consolidate within Kuwait itself after 1991. What accounts for this national amnesia about the country’s cosmopolitan past and what effect does this forgetfulness have on women’s lives? These issues are discussed in relation to her award-winning collection of short stories, The Hidden Light of Objects. Presentation to be followed by reading and discussion.

The lecture is given in English, is open to everyone and admission is free.

The event is on Facebook!