Dr. Nina Petek

(English below)

Dr. Nina Petek heldur fimmta fyrirlestur vormisseris í fyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, fimmtudaginn 23. mars, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, kl. 12-13. Fyrirlestur hennar nefnist: „Kyngervi, jafnrétti og siðferðileg óvissa í indverskum trúarheimspekihefðum og félagslegum veruleika.“

Dr. Nina Petek varði doktorsritgerð sína í heimspeki árið 2016 við Heimspekideildina við Ljubljana Háskóla í Slóveníu. Rannsóknir hennar beinast að indverskri heimspeki og átrúnaði, með áherslu á siðfræði, frumspeki, þekkingarfræði, fagurfræði, guðfræðilega og epíska hefð, ásamt kynjafræðum. Frá 2013 til 2016 starfaði hún við rannsóknir við Heimspekideildina í Ljubljana Háskóla, þar sem hún starfar nú sem aðstoðarkennari í asískri heimspeki og trúarbrögðum, ásamt rannsóknum. Dr. Petek hefur birt margar vísindalegar greinar um viðfangsefni hennar. Bók hennar, The Relation between Dharma and Moksha in the Bhagavad-Gita, verður gefin út á næstunni við Háskólaútgáfuna í Ljubljana.

Í erindinu fjallar dr. Petek um kenningar um kyngervi, jafnrétti og siðferði í sagnfræðilegu og trúarheimspekilegur samhengi. Sjónum verður einnig beint að á álitamálum og óvissuþáttum varðandi kynjafræðilegar rannsóknir, uppruna trúarlegra texta og greiningu á hinum dínamíska félagslega veruleika Indlands.

Fyrirlesturinn, sem haldinn er á ensku, er öllum opinn.

Finndu viðburðinn á Facebook!

Hádegisfyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á vormisseri 2017 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.

 

Gender, Equality, and Ethics Ambivalences in Indian Philosophical-Religious Traditions and Social Realities

Dr. Nina Petek is the fifth lecturer in the 2017 RIKK – Institute for Gender, Equality and Difference at the University of Iceland & UNU-GEST spring lecture series. Her lecture is given on Thursday 23 March, from 12.00-13.00, in the National Museum’s lecture hall, and is titled: Gender, Equality, and Ethics Ambivalences in Indian Philosophical-Religious Traditions and Social Realities.

Nina Petek obtained her PhD in Philosophy at the Department of Philosophy, Faculty of Arts, University of Ljubljana in 2016. Her research focuses on Indian philosophies and religions, particularly ethics, metaphysics, epistemology, aesthetics, theistic and epic tradition, and gender studies. From 2013 to 2016, she held position as a research fellow at the Faculty of Arts. Currently, she works as a teaching assistant for Asian philosophies and religions in BA, MA, and PhD programmes, and a researcher at the University of Ljubljana. Her forthcoming book, The Relation between Dharma and Moksha in the Bhagavad-Gita, will be published by the Ljubljana University Press.

The discussion focuses on the doctrine of gender, equality, and ethics within the historical background and philosophical-religious context supported with the analytical examination of controversies and ambivalences surrounding the study of gender, the overview of textual religious sources, and analysis of dynamic and changeable spheres of social reality in India.

The lecture is in English, open to everyone and admission is free.

The event is on Facebook!

The RIKK & UNU-GEST lecture series in the spring semester 2017 is held in collaboration with The National Museum of Iceland.