19. febrúar kl. 12:00-13:00 mun Magnfríður Júlíusdóttir, lektor í mannvistarlandfræði við Háskóla Íslands, flytja erindið Kyn, land og lífskjör á umbreytingatímum í Zimbabve í stofu 104 á Háskólatorgi.
Magnfríður segir frá baráttu kvennasamtaka í Zimbabve fyrir öruggara aðgengi og rétti kvenna til landbúnaðarlands, eftir að landið varð sjálfstætt árið 1980. Í erindinu eru orðræða og átakafletir í þessari baráttu rakin og sagt frá niðurstöðum rannsóknar á aðgengi mismunandi hópa kvenna að landi til framfærslu á 10. áratugnum. Í greiningu á þróuninni í Zimbabve eru dregin fram helstu sjónarhorn í fræðilegri umræðu um kyn, landréttindi og fæðuöryggi í Afríku.