Kristilegar hreyfingar og stjórnmál

Þann 1. mars héldu Guðfræðistofnun og Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum málstofu í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins um kristilegar hreyfingar og stjórnmál.

Dagskrá

13.15 Málstofa opnuð.
Fundarstjóri: Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði.
13.20 Þórarinn Björnsson guðfræðingur. Sr. Friðrik Friðriksson og aðdragandi stofnunar KFUM og K í Reykjavík.
13.50 Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur. Trú og stjórnmál í kvennahreyfingunni.

Hlé

14.30 Pétur Pétursson prófessor í praktískri guðfræði. Hugmyndafræði og boðun KFUM í Reykjavík.
15.00 Jónas H. Haralz fv. bankastjóri. Lífsviðhorf sr. Friðriks og áhrif þeirra.
15.30: Umræður.
16.00 Málstofu lokað.