AnnaE_9991Fimmtudaginn 19. september flytur Anna Guðrún Edvardsdóttir, doktorsnemi á menntavísindasviði, fyrirlestur sem ber heitið „Konurnar flykkjast í fjarnámið – staða og rými háskólamenntaðra kvenna í dreifbýli“. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, kl. 12:00-13:00.

Fyrirlesturinn byggir á viðtölum við átta konur á Vestfjörðum og er hluti af doktorsverkefni Önnu Guðrúnar sem fjallar um áhrif þekkingarsamfélagsins á byggðaþróun og sjálfbærni samfélaga. Í þessum hluta er skoðað hvað gerist þegar konur fara í nám til þess að styrkja stöðu sína og víkka út athafnarými sitt innan þess samfélags sem þær búa. Fleiri konur stunda háskólanám en karlar og skiptir ekki máli hvort um er að ræða stað- eða fjarnám. Þær virðast því nýta sér möguleikana sem felast í  uppbyggingu þekkingarsamfélagsins á landsbyggðinni er varðar aðgengi að háskólanámi. Í fyrirlestri sínum mun Anna Guðrún velta upp nokkrum álitamálum er varða atvinnumöguleikum, búsetu, byggðaþróun og sjálfbærni samfélaga.

Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.

Öll velkomin!

 

Upptaka af fyrirlestrinum má finna hér.