Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, ásamt Mannréttindaskrifstofu Íslands og UNIFEM á Íslandi, stóð fyrir ráðstefnu um konur, stríð og öryggi 11. október þar sem Elisabeth Rehn, fyrrum varnarmálaráðherra Finnlands flutti fyrirlestur. Rehn kynnti skýrslu UNIFEM: Women, war and peace, sem hún vann ásamt Ellen Johnson Sirleaf. Aðrir fyrirlesarar voru Gréta Gunnarsdóttir varafastafulltrúi hjá sendinefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Magnús Þ. Bernharðsson lektor við Williams College, Valur Ingimundarson dósent við Háskóla Íslands og Þórdís Ingadóttir lögfræðingur og sérfræðingur í alþjóðadómstólum hjá New York University.
Í tengslum við ráðstefnuna var frumsýnd hér á landi heimildarkvikmynd hinna margverðlaunuðu kvikmyndargerðarkvenna Grétu Ólafsdóttr og Susan Muska, Women, The Forgotten Face of War.
Gréta og Susan vinna út frá þeirri spurningu hvernig venjulegar konur takist á við lífið að loknu stríði, sem hefur snúið veröld þeirra á haus og fært þeim óendanlegar þjáningar. Í myndinni er fjórum konum sem lifðu af þjóðernishreinsanirnar í Kosovo fylgt eftir í tvö ár. Sagan hefst í flóttamannabúðum í Albaníu en þaðan fylgja kvikmyndargerðarkonurnar þeim heim til Kosovo og fylgjast með þeim reyna að byggja upp líf sitt að nýju. Frekari upplýsingar um kvikmyndina eru á heimasíðu Grétu og Susan þar sem m.a. má sjá stutt myndskeið úr henni.
Dagskrá
Föstudagur, 10. október:
Íslensk frumsýning heimildarmyndar Grétu Ólafsdóttur og Susan Muska: Women, The Forgotten Face of War. Almennar sýningar verða í Háskólabíói 11. október kl. 20, 12. október og næstu daga kl. 18.
Laugardagur, 11. október:
Aðalbygging Háskóla Íslands, hátíðarsalur:
13:00-13:10 Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands setur ráðstefnuna
13:10-13:20 Ávarp. Ardiana Gijna, læknir og faraldsfræðingur frá Kosovo
13:20-14:00 Elisabeth Rehn, fv. varnarmálaráðherra Finnlands. Women, War and Peace. Kynning á skýrslu UNIFEM um konur, stríð og frið
14:00-14:30 Fyrirspurnir og umræður
Umræðustjóri: Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur
14:30-14:45 KAFFIHLÉ
14:45-15:10 Gréta Gunnarsdóttir, varafastafulltrúi í fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Ályktun Öryggisráðsins nr. 1325 í ljósi stöðu jafnréttismála á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
15:10-15:35 Magnús Bernharðsson, lektor við Williams College. „Frelsi“ hverra? Stríð, Írak og staða kvenna.
15:35-16:00 Valur Ingimundarson, dósent við Háskóla Íslands. Undir feðraveldi og friðargæslu: Konur í Kosovo eftir stríðið.
16:00-16:25 Þórdís Ingadóttir, lögfræðingur hjá New York University og stundakennari við HÍ. Konur og alþjóðadómstólar.
16:25-17:00 Fyrirspurnir og umræður
Umræðustjóri: Lilja Hjartardóttir, stjórnmálafræðingur
Eftirtaldir aðilar hafa styrkt ráðstefnuna:
Félagsmálaráðuneytið
Háskóli Íslands
Menntamálaráðuneytið
Pharmaco
Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi