Konur og internetið

Fimmtudaginn 27. nóvember flytur dr. Anne Clyde, prófessor í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands, rabb um konur og internetið.

 

Í rabbinu mun Anne annarsvegar gefa yfirlit yfir upplýsingaveitur á internetinu sem koma að gagni við rannsóknir í kvennafræðum. Hinsvegar mun hún á grundvelli nýrra rannsókna fjalla um konur sem notendur internetsins.

 

Rabbið er á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands og er öllum opið. Það fer fram í stofu 201 í Odda kl. 12:00 til 13:00 og er flutt á ensku.