Þann 16. apríl flytur Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, erindið Konur í pólitísku leiðtogahlutverki í stofu 104 á Háskólatorgi.
Sigurbjörg mun í erindi sínu fjalla um hvernig konur, stjórnmál, leiðtogahlutverk og fagþekking birtast í doktorsritgerð hennar um sameiningu háskólasjúkrahúsa í London og Reykjavík á síðasta áratug. Í báðum tilvikum voru það kvenráðherrar sem tóku endanlegar ákvarðanir um sameiningu sjúkrahúsanna. Þessir ráðherra reyndust eiga meira sameiginlegt en virtist við fyrstu sýn. Sigurbjörg varði ritgerð sína við London School of Economics í maí 2005.