Dagana 5.-6. mars stóð Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum fyrir ráðstefnunni Möguleikar karlmennskunnar um karlmennskur í fortíð, nútíð og framtíð í Háskóla Íslands. Þetta var fyrsta ráðstefnan á sviði karlafræða sem haldin var hér á landi. Þátt tóku bæði innlendir og erlendir fræðimenn.
Í tilefni af ráðstefnunni viljum við vekja athygli á norrænum karlarannsóknum en upplýsingar um rit og rannsóknir:
Hjá KVINFO í Danmörku.
Einnig eru upplýsingar um karlarannsóknir og karlafræði á heimasíðu NIKK. Þar er einnig hægt að skoða og prenta út NIKK-magasin (pdf.) frá 2000 þar sem fjallað var um karlmennsku (blaðið er á skandinavísku).
Þá er grein eftir Jeff Hearn, einn gesta ráðstefnunnar, um „Critical studies on men“, í enskri útgáfu NIKK-magasin árið 2001. Jafnframt má finna eitt og annað um rannsóknir Hearn á netinu.