Þann 27. spetember hélt Arnar Gíslason, kynjafræðingur, fyrirlesturinn Karlar og fóstureyðingar: Hver á kvenlíkamann? í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu.
Í fyrirlestrinum var kynnt rannsókn frá Bretlandi um karla og fóstureyðingar. Hluti rannsóknarinnar fjallar um aðkomu karla að fóstureyðingum og reynslu þeirra af þeim. Fjallað var um úrræði sem gætu auðveldað körlum að vera virkari þátttakendur í slíku ferli og auðveldað þeim að styðja við konur sínar.
Einnig var rætt um þær kröfur sem sumir af körlunum í rannsókninni gerðu til beinna lagalegra réttinda, meðal annars um að karlar geti krafist fóstureyðingar eða beitt neitunarvaldi. Slíkar kröfur voru skoðaðar í samhengi við vald yfir kvenlíkamanum, og fjallað var um hvernig þróun myndmáls um konur og fóstur í gegnum tíðina hefur stuðlað að því að réttlæta valdaleysi kvenna yfir eigin líkama.