RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands er þátttakandi í INTERACT-verkefninu sem hefur það að markmiði að stuðla að tillögum að innleiðingu áætlunar sem taki á margþættum vanda heimilislausra kvenna sem lifa við ótryggar aðstæður, svo sem ofbeldi í nánum samböndum, geðheilbrigðisvandamál og vímuefnavanda.

 

Verkefnið, sem er til þriggja ára, miðar þannig að því að kortleggja aðstæður heimilislausra kvenna í hverju þátttökuríki og setja fram tillögur að aðgerðum svo bæta megi aðstæður og þjónustu við heimilislausar konur með fjölþættan vanda í þeim löndum sem aðild eiga að verkefninu.

 

RIKK, fyrir hönd Háskóla Íslands og Rótin eru íslensku þátttakendurnir í verkefninu en auk þeirra eru Grikkland, Ítalía, Þýskaland, Portúgal og Rúmenía aðilar að verkefninu. Interact-verkefnið er styrkt af Félags- og vinnumálaáætlun Evrópusambandsins.

 

Sjá frekari upplýsingar um verkefnið á ensku hér.